Tenerife um jólin

Tenerife um jólin

Flestir veitingastaðir eru opnir um jól og áramót á Tenerife. Það borgar sig þó alltaf að panta borð fyrir fram þegar planið er að fara út að borða á hátíðisdögum, hvort sem það er fyrir tvær manneskjur eða stærri hópa. Það er til dæmis hægt að panta í gegnum Tripadvisor en til að panta borð á hóteli sem gist er á er nóg að hafa samband við viðkomandi hótel.

Hefðbundinn jólamatur á Spáni er lambakjöt og í eftirmat er turrón, núggat konfekt sem er meðal annars úr sírópi og hnetum.

Jólastemning í Siam Park

Sífellt fleiri kjósa að verja jólunum í sól og sumaryl fjarri stressinu á Íslandi, enda er fátt jafn endurnærandi og frí á paradísareyjunni Tenerife. Líklega verða um 1% Íslendinga á Tenerife þessi jól eins og síðustu ár.

Á meðan sumir vilja slaka á við sundlaugarbakkann eða á ströndinni, vilja aðrir njóta þess að ganga um höfuðborgina Santa Cruz eða gamla bæinn í Los Cristianos. Hér er hægt að lesa meira um jólin á Tenerife.