Hvar er best að búa á Tenerife?

Hvar er best að búa á Tenerife?

Það eru fjölmargir fallegir staðir sem koma til greina fyrir búsetu á Tenerife. Því er um að gera að skoða síðuna vel, til að fá fleiri hugmyndir um mismunandi bæi á norður– og suðurhlutanum. Fyrir fólk sem talar ekki spænsku og ætlar sér ekki að læra hana vel, er betra að vera nálægt ferðamannasvæðinu (Arona og Adeje). En fyrir þau sem vilja upplifa spænskt líf og menningu, með færri ferðamönnum, koma nánast allir aðrir staðir til greina.

Landakort
Kort af Tenerife

Fyrir þau sem ætla að flytja til Tenerife í nokkra mánuði eða ótímabundið, getur komið sér vel að byrja á að dvelja á hóteli eða leigja Airbnb-íbúð í stuttan tíma. Þannig er hægt að gefa sér meiri tíma í að leita að hentugri staðsetningu fyrir langtímaleigu. Til að sjá úrvalið af íbúðum í langtímaleigu á Airbnb, kíkið á hlutann um Airbnb-íbúðir.

Yfirleitt eru íbúðir á ferðamannasvæðinu við sjóinn dýrari, það eru svæðin sem tilheyra Arona og Adeje. Fjölmennustu borgirnar á eyjunni eru Santa Cruz og La Laguna. Ef þig langar að vita meira, geturðu skoðað upplýsingar um bæi, langtímaleigu og leigumiðlanir.

Kort
Svæðin sem Tenerife skiptist í