Candelaria

Candelaria

Candelaria er lítill, fallegur bær rétt hjá Santa Cruz. Við mælum með skoðunarferð þangað, en þar er ein þekktasta basilíka Spánar, Basílica de Nuestra Señora de Candelaria. Hún er fyrsti helgistaðurinn á Kanaríeyjum sem var tileinkaður Maríu mey og það er stytta af henni inni í basilíkunni. Basilíkan er einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna á Tenerife. Um 2,5 milljón gesta heimsækja kirkjuna á hverju ári. Hér er hægt að lesa meira um sögu basilíkunnar og styttunnar af Maríu mey, sem sagt er að hafi fundist í fjöruborðinu við Candelaria við lok 14. aldar.