Voru frumbyggjarnir víkingar?

Voru frumbyggjarnir víkingar?

Tenerife á sér langa og áhugaverða sögu, þar sem við koma meðal annars Kristófer Kólumbus, karnival og frumbyggjarnir, Guanches. Frumbyggjarnir voru hávaxnir og ljósir yfirlitum. Ekki er vitað um uppruna þeirra en talið er að þeir hafi verið afkomendur Berba. Hver veit, kannski voru þeir forfeður Íslendinga og einhvern veginn lentum við hin á rangri eyju. En það er ekki of seint að bæta úr því! 

Fyrir þau sem vilja fræðast meira um frumbyggjana mælum við með að skoða frumbyggjasafnið fyrir ofan La Orotava.