Candelaria
Candelaria er lítill, fallegur bær skammt frá höfuðborginni Santa Cruz. Í Candelaria er ein þekktasta basilíka Spánar, Basílica de Nuestra Señora de Candelaria. Hún er fyrsti helgistaðurinn á Kanaríeyjum sem var tileinkaður Maríu mey og það er stytta af henni inni í basilíkunni.
Basilíkan er einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna á Tenerife. Um 2,5 milljón gesta heimsækja kirkjuna á hverju ári. Það er fljótlegt að aka þangað frá ferðamannasvæðinu, tekur aðeins um klukkustund. Strætó gengur líka á milli og hér er hægt að kynna sér betur strætósamgöngur.
Hér geturðu lesið meira um sögu basilíkunnar og styttunnar af Maríu mey, sem sagt er að hafi fundist í fjöruborðinu við Candelaria við lok 14. aldar.