Blómahátíðin í La Orotava

Blómahátíðin í La Orotava

Hátíðin Corpus Christi er haldin í byrjun sumars á hverju ári, fyrsta sunnudag eftir hvítasunnu. Dagana á undan er hægt að fylgjast með listamönnunum að störfum, við að skapa götulistaverkin. Þau verða meðal annars við ráðhús La Orotava og í götunni fyrir ofan pósthúsið (Correos).

Næstu hátíðir

Hér eru dagsetningar næstu blómahátíða í La Orotava. Svokallaðir teppadagar eru í sviga en þá verða teppin (listaverkin) úr sandi tilbúin.

  • 30. maí 2024 — (7. júní 2024)
  • 19. júní 2025 (26. júní 2025)
  • 4. júní 2026 (11. júní 2026)
  • 27. maí 2027 (3. júní 2027)

Hátíðin er haldin í nokkrum bæjum á Tenerife, þar á meðal í gamla bænum La Orotava á norðurhluta Tenerife. Það er jafnframt talin vera fallegasta sýningin. Þá er gamli bærinn í La Orotava „teppalagður” með blómum og dýrindis listaverkum úr náttúrulega lituðum sandi.

Listaverk úr sandi
Listamenn að störfum

Þetta krefst mikils undirbúnings og nákvæmnisvinnu, og útkoman er stórkostleg. Það eru að stórum hluta karlmenn sem eiga heiðurinn af skreytingunum.

Listaverk úr sandi eru á torginu fyrir framan ráðhúsið í La Orotava. Sandurinn er úr El Teide-þjóðgarðinum og fjöldi listamanna sér um gerð sandlistaverkanna.

Göturnar eru skreyttar með blómum. Það er bæði hægt að fylgjast með listamönnunum búa verkin til og skoða fullkláraðar skreytingar. Þjóðdansar eru líka sýndir.