Karnivalið á Tenerife 2024

Karnivalið á Tenerife 2024

Karnivalið í höfuðborg Tenerife, Santa Cruz, er annað stærsta karnival í heimi, á eftir Rio de Janeiro. Venjulega er gestafjöldinn yfir 200.000 manns.

Það kostar ekkert inn á svæðið, enda er það opið og nær yfir miðbæ Santa Cruz. Það eina sem þarf er góða skapið og helst búningur. Búninga er auðvelt að nálgast fyrir karnivalið og þeir kosta ekki mikið.

Karnival annarra bæja á Tenerife er yfirleitt haldið á svipuðum tíma. Það getur munað nokkrum vikum til eða frá. Það er ekki komin dagsetning á aðrar hátíðir enn. Það verður til dæmis bæjarkarnival í Los Cristianos og Puerto de la Cruz.

Karnivalið í Santa Cruz – 7.-18. febrúar 2024

Þemað í ár er sjónvarpið

Aðal viðburðir – Dagskrá

  • Miðvikudag, 7. febrúar 2024 – Karnivaldrottningin valin
  • Föstudag, 9. febrúar 2024 – Opnunarskrúðganga og götukarnival
  • Sunnudag, 11. febrúar 2024 – Dagkarnival 1 – Carnaval de día (miðbær Santa Cruz)
  • Þriðjudag, 13. febrúar 2024 – Dagkarnival (miðbær Santa Cruz)
  • Miðvikudag, 14. febrúar 2024 – Jarðarför Sardínunnar (Skrúðganga)
  • Föstudag, 16. febrúar 2024 Drag og djamm
  • Laugardag, 17. febrúar 2024 – Dagkarnival 2 – Carnaval de día (Luis Fonsi) (Sjá neðar)

16. febrúar – Föstudagur

Plaza de la Candelaria-torgið, miðbæ Santa Cruz

Drag og djamm frá 20:30-06:00

DRAG-CARNAVAL 12 þáttakendur keppa í vali á dragdottningu ársins (20:30-21:30), ORQ. SAOCO (23:30-1:30), TONY TUN TUN (1:45-3:45), THE BOYS MACHINE (4-6).


Av. Francisco la Roche – Tónlist frá 23:30-05:00 (FARRA)

TENERIFE ORCHESTRA (23:30-1.30), SON KEY (1:45-3:45), LATIN SOUND (4-6).


Hressar Barbie flugfreyjur

17. febrúar – Laugardagur

Av. Francisco la Roche-torgið, miðbæ Santa Cruz – Tónlist frá 15:30-06:00

17:30 – 19:00 | MANIA GROUP

19:00 – 19:30 |  YOU GIVE

19.30 – 21.30 | Luis Fonsi (Despacito)

21:30 – 22:00 | FABRIZZIO SALGADO

22:00 – 00:00 |  KI90+P57:R60

00:00 – 6:00 |  DJ JONAY


Plaza de la Candelaria-torgið, Santa Cruz – Tónlist frá 12-06:00

Tónlist frá hádegi til 6 næsta morgun: LATIN CARNABOOM (12-14) CARNABOOM (14-21), ORQ. SLINGSHOT (21:15-23:15), BAND MACHINERY (23:30-1:30), TASTY ORCHESTRA (1:45-3:45), GOLDEN BAND (4-6).


Plaza del Príncipe

DJ frá 22:30 – 23:30, síðan tekur við hefðbundin spænsk tónlist, merengue og fleira.


Myndir frá karnivalinu 2024

Á heimasíðu karnivalsins er hægt að sjá fleiri myndir.

Hér eru meiri upplýsingar um sögu karnivalsins, viðburðina, karnivalsafnið og fleira spennandi.

Karnivalið í Santa Cruz á rætur að rekja til Suður-Ameríku