Karnivalið á Tenerife 2024

Karnivalið á Tenerife 2024

Karnivalið í höfuðborg Tenerife, Santa Cruz, er annað stærsta karnival í heimi, á eftir Rio de Janeiro. Venjulega er gestafjöldinn yfir 200.000 manns.

Það kostar ekkert inn á svæðið. Það eina sem þarf er góða skapið og helst búningur. Búninga er auðvelt að nálgast fyrir karnivalið og þeir kosta ekki mikið.

Karnival annarra bæja á Tenerife er yfirleitt haldið á svipuðum tíma. Það getur munað nokkrum vikum til eða frá. Það er ekki komin dagsetning á aðrar hátíðir enn. Það verður til dæmis bæjarkarnival í Los Cristianos og Puerto de la Cruz.

Karnivalið í Santa Cruz – 7.-18. febrúar 2024

Þemað í ár er sjónvarpið

Dagskráin

  • Miðvikudag, 7. febrúar 2024 – Karnivaldrottningin valin
  • Föstudag, 9. febrúar 2024 – Opnunarskrúðganga og götukarnival
  • Sunnudag, 11. febrúar 2024 – Dagkarnival 1 – Carnaval de día (miðbær Santa Cruz)
  • Þriðjudag, 13. febrúar 2024 – Stóra skrúðgangan um kvöldið (miðbær Santa Cruz)*
  • Miðvikudag, 14. febrúar 2024 – Jarðarför Sardínunnar (Skrúðganga)
  • Laugardag, 17. febrúar 2024 – Dagkarnival 2 – Carnaval de día (miðbær Santa Cruz)

*Aðalviðburðurinn er skrúðgangan 13. febrúar, um kvöldið. Hún verður í miðbæ Santa Cruz og byrjar um 7.

Hér eru meiri upplýsingar um sögu karnivalsins, viðburðina, karnivalsafnið og fleira spennandi.

Karnivalið í Santa Cruz á rætur að rekja til Suður-Ameríku