Tenerife spjallið

Tenerife spjallið

Facebook-hópurinn Tenerife spjallið er með yfir 14.000 meðlimi. Þar er hægt að skiptast á ráðum um allt sem viðkemur eyjunni eða spyrja spurninga. Athugið að Facebook-spjallið er lokaður hópur, þannig að aðeins skráðir meðlimir geta séð það sem er spjallað um þar.

Ef þú finnur ekki svör við þínum spurningum hér á Tenerife.is, geturðu sett inn fyrirspurn í hópinn á Facebook. Til dæmis ef þig vantar upplýsingar um hótel eða ert að velta fyrir þér að búa á Tenerife nokkra mánuði á ári.

Auðvelt að skrá sig

Hver sem er getur sótt um að vera með í hópnum, einfaldlega með því að smella á Tenerife spjallið og smella svo á „Skrá mig í hóp“ eða „Join group.“

Til að bjóða öðrum í hópinn er smellt á „Bjóða“ eða „Invite“. Þá birtist listi yfir Facebook-vini þína og þar geturðu valið hverjum þú vilt bjóða í spjallið.

Vertu með! Tenerife spjallið.

65 ára og eldri

Annar hópur á Facebook er fyrir 65 ára og eldri. Smellið hér til að óska eftir aðgangi: 65 ára og eldri. Mikilvægt er að svara spurningum þar til að fá aðgang. Ef ykkur vantar aðstoð, er hægt að senda skilaboð til Tenerife.is í gegnum Facebook.