Söfn sem henta börnum
Það getur verið gott að hvíla sig á sólinni og hitanum af og til og plana til dæmis hálfan innidag. Það er heilmargt hægt að gera á Tenerife sem snýst ekki um vatn og útiveru. Til dæmis eru þessi söfn vinsæl meðal barna jafnt sem fullorðinna. Hér eru þau, í engri sérstakri röð:
Náttúru- og þjóðminjasafnið, og hernaðarsafnið Museo Historico Militar de Canarias, bæði í Santa Cruz. Sögu- og mannfræðisafnið er í næsta bæ, La Laguna (þar sem Al Campo-verslunarmiðstöðin er). Annað skemmtilegt safn í La Laguna er vísindasafnið.
Og síðast en ekki síst er karnivalsafnið í Santa Cruz. Þar er hægt að skoða búninga frá ýmsum tímabilum í sögu karnivalsins á Tenerife.
Ef ykkur vantar fleiri hugmyndir, eru hér nánari upplýsingar um afþreyingu fyrir börn.