Áhrif veðurs á flug

Áhrif veðurs á flug

Eins og staðan er þegar þetta er skrifað, er áætlað að vélar Play frá Kanaríeyjum lendi eftir miðnætti í nótt, nokkrum tímum á eftir áætlun. Flugi með Icelandair frá Tenerife (TFS), sem átti að lenda 00:55 hefur hins vegar verið aflýst.

Flugferðir frá Kanaríeyjum í kvöld

Þessi flug eru væntanleg frá Kanaríeyjum í kvöld.

Áætlaður komutími er ekki birtur hér, vegna þess að hann breytist reglulega. Nýjustu upplýsingar um áætlaðan komutíma er hægt að sjá á vef Kefairport.is.

Allir farþegar sem eru bókaðir í þessar vélar ættu að hafa fengið skilaboð frá sínu flugfélagi.

Hver vill ekki vera veðurtepptur á Tenerife með svona spá?

Farþegum er bent á að fylgjast með uppfærðum lendingartímum á vef Keflavíkurflugvallar. Auk þess er hægt að fylgjast með brottförum frá Kanaríeyjum á vef flugallanna þar, Aena.es.