Skoðunarferð um norðvesturhornið
Hér er skemmtileg skoðunarferð um norðvesturhornið. Þetta er dagsferð og það er farið frá Los Cristianos. Það er í boði að láta sækja sig á hótel eða gististað á suðurhlutanum (Adeje, Amerísku ströndinni og Los Cristianos).
El Teide þjóðgarðurinn — Icod — Garachico — Masca
Dagsferð um norðvesturhorn Tenerife. Hér gefst ykkur tækifæri til að kynnast ekta Tenerife, sem er bæði rólegra og fallegra en ferðamannasvæðið í Adeje og Amerísku ströndinni.
Í þessari ferð getið þið skoðað blöndu af litlum bæjum í spænskum stíl og óspilltri náttúru, þar sem landslag þessarar eldfjallaeyju minnir oft á Ísland. Sérstaklega í El Teide þjóðgarðinum.
Staðir sem verða heimsóttir eru:
- Masca og gilið — Stutt ganga eftir göngustíg niður í litla bæinn.
- Garachico — Þekkt fyrir náttúruböð. Bærinn er að hluta undir hrauni.
- Icod de los Vinos — Heimili El Drago Milenario, 1.000 ára gamals drekatrés.
- El Teide — Þjóðgarðurinn er á heimsminjaskrá UNESCO.
Það er í boði að láta sækja sig á gististað á Suður-Tenerife. Eða hitta hópinn í Los Cristianos.
Nánari upplýsingar eru á bókunarsíðunni. Þetta er örugg greiðslusíða Viator, sem Tenerife.is er í samstarfi við.