Metþátttaka í karnivali Tenerife

Metþátttaka í karnivali Tenerife

Nýtt met var slegið á karnivalinu á Tenerife 2019; hvorki meira né minna en 400.000 manns skemmtu sér saman í 18 tíma partíi í miðbæ höfuðborgarinnar Santa Cruz, á aðalviðburði karnivalsins. Aðalnúmerið var dóminíski söngvarinn Juan Luis Guerra, sem setti borgina gjörsamlega á hliðina. Venjulega er gestafjöldinn í kringum 200.000 svo hátíðin var óvenju stór í ár en mannfjöldinn var langt umfram væntingar. Auk íbúa og ferðamanna á Tenerife komu ferjur með fleiri gesti frá Kanarí og auk þess bættust um 2.800 ferðamenn við af einu skemmtiferðaskipinu.

Mikið umferðaröngþveiti skapaðist þar sem margir komu á einkabílum í stað þess að nýta sér almenningssamgöngur en mögulega var ástæðan fyrir því verkfall sporvagnastarfsmanna sem stóð víst yfir á sama tíma.

Fólk var nánast undantekningarlaust í búningum eða að minnsta kosti með grímu eða hárkollu. Meðal búninga sem fólk gat búist við að rekast á var Barbie-dúkka ennþá í kassanum, lögreglukona með öryggisleitartæki og kindahjörð með bjöllur og smala.

Sjá myndir hér. Sjón er sögu ríkari!