Matarferðir

Matarferðir

Hér fáið þið tækifæri til að kynnast víngerð og mat sem einkennir Tenerife.

Vínsmökkun og skoðunarferðir

Í þessari dagsferð verða tvær víngerðir heimsóttar. Í UNESCO-bænum La Laguna verður osta- og vínsmökkun í tveim vinsælum víngerðum. Eftir það verður boðið upp á fjögurra rétta máltíð, ásamt víni frá svæðinu. Kanareysk matargerðarlist eins og hún gerist best! Því næst er ferðinni haldið til Candelaria, til að fræðast um trúarlega sögu þessa fiskveiðiþorps. Einnig verða merkir staðir heimsóttir. Candelaria er helst þekkt fyrir einstaklega fallega basilíku.

Ferðin tekur um 8 klst. Það er boðið upp á að láta sækja sig á hótel.

Bodegas Monje vínekra & sósugerð

Hjá Bodegas Monje geturðu lært að búa til ekta kanareyskar „mojo“ sósur, (þessar rauðu og grænu). Þessi ferð er með hádegismat, vínsmökkun og námskeiði í sósugerð.

San Miguel kastalinn

Miðaldasýning, riddarar, bardagi og matarveisla í þessum sögufræga kastala, sem er rétt hjá Los Cristianos. Þetta hentar fyrir alla fjölskylduna.