Hvað kostar að lifa á Tenerife?

Hvað kostar að lifa á Tenerife?

Hér fyrir neðan er verðsamanburður á helstu vörum og þjónustu sem við kaupum þegar við erum á Tenerife. Þetta kemur að góðum notum við undirbúning á ferð, hvort sem verið er að plana frí fyrir fjölskylduna eða lengri dvöl. Dæmi um verðmun ná yfir fatnað, matvöru, veitingastaði, leigu og fleira.

Fyrir ykkur sem langar að prófa að búa á Tenerife eða Kanaríeyjum, er hægt að bera saman hvað kostar að leigja íbúð og reka heimili. Þá er talinn upp almennur kostnaður, eins og mánaðargjald í líkamsrækt, kostnaður við leikskóla, íbúðakaup og fleira.

Einnig eru borin saman meðalverð á íbúðum, bæði fyrir leigu og íbúðakaup, sem og meðallaun á Tenerife og Íslandi.

ATH – Verðin eru meðaltal síðustu 12 mánaða, svo margt hefur hækkað á báðum stöðum. Til að skoða leiguverð sem eru í boði í dag, getið þið kíkt á öruggar leigumiðlanir hér.

Samantekt

Fyrir 479.000 á mánuði geturðu haldið sama lífsstíl á Tenerife og fyrir 950.000 í Reykjavík (m.v. að þú sért á leigumarkaði).

Skattar og gengi

Það er enginn virðisaukaskattur á Tenerife heldur eins konar söluskattur, sem er mismunandi eftir vöruflokkum. Matvara eins og brauð og mjólk eru með 0% skatt, og aðrar nauðsynjavörur með 3%. Innfluttur matur er oft jafndýr og á Íslandi. Almennur söluskattur á vörum er 7% en raftæki geta verið í kringum 3%. Þegar greitt er með korti er oftast hægt að velja á posaskjánum hvort greitt er í evrum eða íslenskum krónum. Veljið alltaf evrur því annars getur reiknast hærra gengi og varan verður dýrari fyrir vikið.

Eins og sjá má á töflunum hér fyrir neðan, er hægt að lifa góðu lífi á Tenerife á íslenskum launum.

Verð- og launamunur – Tenerife og Ísland

Íslensk laun eru mikið hærri en á Kanaríeyjum.

Launamunur Tenerife Ísland
Meðal mánaðarlaun (eftir skatta) 195.971 kr
(1.314,29 €)
523.182 kr
(3.508,73 €)
Kaupmáttur er hærri á Íslandi (var 28,7% í maí 2023)+34,6%

Út að borða

Veitingastaðir (meðalverð síðustu 12 mán.)Tenerife Reykjavík
Máltíð, ódýr veitingastaður 1.789 kr
(12 €)
3.000 kr
(20,12 €)
Máltíð fyrir 2, miðlungs veitingastaður,
þriggja rétta 
5.964 kr
(40 €)
17.000 kr
(114 €)
McMeal á McDonalds
(eða sambærileg máltíð)
1.193 kr
(8 €)
2.400 kr
(16,10 €)
Bjór, innlendur kranabjór (0,5 l) 298 kr
(2 €)
1.500 kr
(10 €)
Bjór, innfluttur (0,33 l flaska) 373 kr
(2,50 €)
1.275 kr
(8,55 €)
Cappuccino 267 kr
(1,79 €)
727 kr
(4,88 €)
Kók/Pepsi (0,33 lítra flaska) 216 kr
(1,45 €)
408 kr
(2,74 €)
Vatn (0,33 lítra flaska) 124 kr
(0,83 €)
296 kr
(1,98 €)

Matvörubúðir

Helstu ástæður verðmunar

Matvara er 122% dýrari á Íslandi en á Tenerife. Það eru margar ástæður fyrir því að matvara er dýr á Íslandi, sérstaklega þegar verðin eru borin saman við Tenerife. Helstu ástæðurnar eru mikill munur á innflutningskostnaði, launum og húsnæði. Það hefur líka áhrif að á Tenerife er hægt að rækta grænmeti og ávexti allt árið um kring, meðan það er oftast innflutt til Íslands. Auk þess fá matvöruverslanir á Tenerife meiri magnafslátt af vöruinnkaupum, þar sem þær eru flestar hluti af stærri keðju innan Spánar. Það er eitthvað sem íslenskar matvörubúðir og heildsalar geta aldrei keppt við.

Lægri skattar

Matvara eins og brauð og mjólk er með 0% skatt á Tenerife en 11% á Íslandi. Aðrar nauðsynjavörur eru yfirleitt með 3% en 24% á Íslandi. Innfluttur matur er oft jafndýr á Tenerife og á Íslandi.

Taflan hér er til að auðvelt sé að áætla matarkostnað fyrir ferðalagið. Sérstaklega fyrir þau ykkar sem eruð að hugsa um að vera í íbúð og elda stundum sjálf.

Matvara (meðalverð síðustu 12 mán.)Tenerife Reykjavík
Mjólk (venjuleg) (1 lítri)169 kr
(1,13 €)
232 kr
(1,55 €)
Brauð (hvítt) (500g)204 kr
(1,37 €)
499 kr
(3,35 €)
Grjón (hvít) (kílóverð)151 kr
(1,01 €)
420 kr
(2,81 €)
Egg (venjuleg) (12 stk) 375 kr
(2,52 €)
812 kr
(5,45 €)
Ostur, innlendur (kílóverð)2.591 kr
(17,38 €)
2.154 kr
(14,44 €)
Kjúklingabringur (kílóverð)919 kr
(6,17 €)
2.794 kr
(18,74 €)
Lærisneiðar (eða svipað rautt kjöt) (kílóverð)1.118 kr
(7,50 €)
4.728 kr
(31,71 €)
Epli (kílóverð)264 kr
(1,77 €)
400 kr
(2,68 €)
Bananar (kílóverð)199 kr
(1,33 €)
299 kr
(2 €)
Appelsínur (kílóverð)184 kr
(1,23 €)
374 kr
(2,51 €)
Tómatar (kílóverð)328 kr
(2,20 €)
691 kr
(4,64 €)
Kartöflur (kílóverð)149 kr
(1 €)
421 kr
(2,82 €)
Laukur (kílóverð)189 kr
(1,27 €)
288 kr
(1,93 €)
Salat (1 haus) 155 kr
(1,04 €)
396 kr
(2,66 €)
Vatn (1,5 lítra flaska) 85 kr
(0,57 €)
263 kr
(1,76 €)
Vínflaska (miðlungs) 895 kr
(6 €)
2.937 kr
(19,70 €)
Bjór, innlendur (0,5 lítra flaska) 144 kr
(0,96 €)
435 kr
(2,92 €)
Bjór, innfluttur (0,33 lítra flaska) 283 kr
(1,90 €)
345 kr
(2,31 €)
Sígarettupakki (Marlboro) 626 kr
(4,20 €)
1.655 kr
(11,10 €)

Fatnaður og skór

Fatnaður og skór Tenerife Reykjavík
Gallabuxur (Levis 501 eða svipað) 10.715 kr
(71,86 €)
13.983 kr
(93,78 €)
Sumarkjóll í tískukeðju (Zara, H&M) 3.355 kr
(22,50 €)
6.122 kr
(41,06 €)
Nike hlaupaskór (meðalverð) 10.885 kr
(73 €)
19.314 kr
(129,53 €)
Herraskór, leður 8.797 kr
(59 €)
25.248 kr
(169,33 €)

Líkamsrækt og bíó

Íþróttir og afþreying Tenerife Reykjavík
Líkamsrækt, mánaðargjald 5.815 kr
(39 €)
8.740 kr
(58,61 €)
Tennisvöllur (1 klst um helgi) 1.342 kr
(9 €)
3.944 kr
(26,45 €)
Bíómiði, erlend mynd 1.193 kr
(8,00 €)
2.048 kr
(13,73 €)

Strætó og leigubílar

Ferðir Tenerife Reykjavík
Strætómiði aðra leiðina 224 kr
(1,50 €)
570 kr
(3,82 €)
Mánaðarkort (Venjulegt verð) 5.070 kr
(34 €)
9.300 kr
(62,37 €)
Taxi byrjunargjald (Venjulegt gjald) 504 kr
(3,38 €)
730 kr
(4,90 €)
Taxi 1km (Venjulegt gjald) 231 kr
(1,55 €)
324 kr
(2,17 €)
Taxi 1 klst biðgjald (Venjulegt gjald) 2.982 kr
(20 €)
10.260 kr
(68,81 €)
Bensín (1 lítri) 222 kr
(1,49 €)
314 kr
(2,10 €)
Volkswagen Golf 1.4 90 KW Trendline
(eða sambærilegur nýr bíll)
4,98 m.
(33.365 €)
5,79 m.
(38.831 €)
Toyota Corolla Sedan 1.6l 97kW Comfort
(eða sambærilegur nýr bíll)
3,08 m.
(20.667 €)
6,06 m.
(40.671 €)

Rafmagn, net og sími

Útgjöld (mánaðarleg) (meðalverð síðustu 12 mán.) Tenerife Reykjavík
Rafmagn, hiti, kalt vatn, sorphirða
fyrir 85 m2 íbúð
10.311 kr
(69,15 €)
11.605 kr
(77,83 €)
GSM mánaðaráskrift, símtöl og 10GB+ 2.647 kr
(17,75 €)
3.233 kr
(21,68 €)
Internet (60 Mbps eða meira, ótakmarkað
gagnamagn, ljósleiðari/ADSL)
4.473 kr
(30 €)
9.359 kr
(62,76 €)

Skólar og leikskólar

Barnagæsla Tenerife Reykjavík
Leikskóli, allan daginn, einka, mánaðarverð 1 barn44.733 kr
(300 €)
33.662 kr
(225,76 €)
Alþjóðlegur einkaskóli (kennt á ensku), árgjald 1 barn 1.078.553 kr
(7.233 €)
831.667 kr
(5.578 €)

Leiga á íbúð, kaupverð íbúða, mánaðarlaun

ATH leiga hefur hækkað á báðum stöðum

Þessi tafla sýnir meðaltal síðustu 12 mánuði. Til að skoða verð á leiguíbúðum í dag, er hægt að skoða öruggar leigusíður hér. Til að sjá íslensk leiguverð er t.d. hægt að skoða Leigulistinn.

Leiga á mánuði (langtímaleiga) (meðalverð 12 mán.) Tenerife Reykjavík
Íbúð (1 svefnherb.) miðbær 130.470 kr
(875 €)
260.593 kr
(1.748 €)
Íbúð (1 svefnherb.) utan miðsvæðis/úthverfi 121.151 kr
(813 €)
232.809 kr
(1.561 €)
Íbúð (3 svefnherb.) miðbær 190.114 kr
(1.275 €)
375.308 kr
(2.517 €)
Íbúð (3 svefnh.) utan miðsvæðis/úthverfi 182.658 kr
(1.225 €)
337.636 kr
(2.264 €)
Kaupverð íbúða Tenerife Reykjavík
Fermetraverð íbúðar, miðsvæðis 347.920 kr
(2.333 €)
861.500 kr
(5.778 €)
Fermetraverð íbúðar, utan miðsvæðis/úthverfi 246.029 kr
(1.650 €)
676.578 kr
(4.537 €)
Laun og fjármál Tenerife Reykjavík
Meðal mánaðarlaun (eftir skatta) 195.971 kr
(1.314,29 €)
523.182 kr
(3.508,73 €)
Húsnæðisvextir í prósentum (%), árlega, í 20 ár
með föstum vöxtum
3,40 8,07
Síðast uppfært hjá Numbeo: Júlí 2024Júlí 2024
Fjöldi þeirra sem hafa skráð upplýsingar hjá Numbeo
síðustu 12 mánuði:
40181

Listinn er uppfærður reglulega.

Síðast uppfært: 4. júlí 2024.

© Íslensk þýðing Tenerife.is.

*Meðallaun og verðsamanburður eru fengin af síðunni Numbeo. Athugið að kostnaður og verð eru háð því hversu margir hafa nýlega skráð upplýsingar hjá Numbeo. Skráðir notendur geta tekið þátt í að skrá verð og önnur gjöld. Þetta er meðalverð yfir 12 mánaða tímabil, þannig að verð geta verið hærri í dag.