Eitthvað annað en sólbað

Eitthvað annað en sólbað

Það þarf enginn að láta sér leiðast á Tenerife. Reyndar er svo margt í boði á þessari paradísareyju, að það væri auðveldlega hægt að prófa eitthvað nýtt á hverjum degi í nokkra mánuði. Til viðbótar við vatnsrennibrautagarða, dýragarða og golf, er nú búið að bæta við ýmissi afþreyingu hér á síðunni. Til dæmis um hvar Go-kart og minigolf er á ferðamannasvæðinu, og hvar er hægt að komast í siglingu og stjörnuskoðun. Ef einhver vilja ná sér í réttindi fyrir köfun þá eru líka upplýsingar um það hér.

Það er til dæmis hægt að flýja aðra túrista með því að stinga sér í sjóinn

Norður-Tenerife

Í Puerto de la Cruz, fallegri borg á Norður-Tenerife, eru ekki bara einn heldur tveir grasagarðar. Eins og mörg ykkar vita er gróðurinn grænni á norðurhluta Tenerife. Það er því ekki að ástæðulausu að grasagarðarnir eru þar. Aðeins vestar er svo eldfjallabærinn Garachico, sem var nýlega valinn einn fallegasti bær Spánar.

Í Garachico er hægt að skoða kastala

Upplýsingasíðan

Undir flipunum Afþreying og Útivist hér efst á síðunni, er hægt að finna það helsta sem er hægt að gera á eyjunni. Um alla eyjuna er hægt að stunda útivist allt árið um kring. Gönguferðir, hjólaferðir og brimbretti eru á meðal þess vinsælasta á Tenerife.

Skiptar skoðanir voru á því hvort golf væri afþreying eða útivist. En eftir mjög óvísindalega könnun á Facebook-síðu okkar, var niðurstaðan sú að golf ætti heima undir útivist hér á síðunni.

Gokart braut á Tenerife