Bananahýði á moskítóbit

Bananahýði á moskítóbit

Þetta hljómar kannski undarlega en þessi aðferð hefur verið sannreynd af mörgum, þar á meðal af undirritaðri. Þegar ég var búsett á Norður-Tenerife, kom það nokkrum sinnum fyrir að ég var bitin af moskítóflugum. Það gerðist þegar ég sat úti að kvöldi og hafði gleymt að setja á mig bitvörn. En ég vissi af þessari aðferð og ákvað að prófa.

Moskítóflugur eru sem betur fer sjaldséðar á Tenerife. Flestir verða aldrei varir við þær á meðan aðrir eru útbitnir.

Þetta ráð er mjög einfalt og virkar betur en after-bite, að mínu mati.

Það eina sem þarf að gera

  • Leggið innri hliðina á bananahýði á bitið.
  • Nuddið hýðinu eins og kremi á bitið eða látið hýðið liggja á bitinu í nokkrar mínútur.
  • Þetta gæti þurft að endurtaka nokkrum sinnum næstu klukkutímana, allt eftir því hversu slæmt bitið er. (Þá er gott að hreinsa stungusvæðið á milli.)

Náttúrulegt moskítólyf

Þar sem þetta er bara bananahýði en ekki lyf, eru engin takmörk fyrir því hversu oft má bera það á húðina eða hversu lengi það má liggja á. Þessa aðferð er líka hægt að nota á býflugnabit og bit eftir lúsmý og önnur skordýr.

Munum að allt sem fer á húðina berst í blóðrásina. Svona náttúruleg leið er því alveg örugg.

Berglind ritstýra