Forsetakosningar 2024

Forsetakosningar 2024

Utankjörfundarkosning — Kjörstaður Suður-Tenerife

23.-25. maí 2024 kl. 10.00 – 14.00.

Kjörstaður: H10 Conquistador hótelið á Amerísku ströndinni. (Heimilisfang neðar.)


Utanríkisráðuneytið sendir starfsmann til Tenerife með kjörseðla (250 stk). Ráðuneytið ábyrgist að öll utankjörfundaratkvæði verði flutt til viðeigandi kjörstjórna á Íslandi í tæka tíð, kjósendum að kostnaðarlausu.

Til að mega kjósa á Tenerife

Samkvæmt Utanríkisráðuneytinu þarf EKKI að skrá sig áður.

Það eina sem þarf að gera til að mega kjósa á Tenerife, er að mæta á kjörstað með skilríki. Kosningar fara fram í þessari viku, fimmtudag til laugardags, 23., 24. og 25. maí.

Skilríki sem eru tekin gild eru vegabréf eða ökuskírteini. Það má líka framvísa rafrænum skilríkjum, þar sem það verður íslenskur kjörstjóri á staðnum.

Kjörstaður á Suður-Tenerife

H10 Conquistador hótelið, á horninu á Av. Rafael Puig Lluvina og C. Arenas Blancas.

Á kortinu (rautt merki) sést staðsetning hótelsins. „Laugavegurinn“ er rétt hjá, Avenida de las Américas.

Ef kjósandi er í vafa um hvar og hvernig eigi að kjósa erlendis er best að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í gegnum hjalp@utn.is eða í síma +354 5459900.