Áramótin og nýjustu reglur

Áramótin og nýjustu reglur

Eins og hefur komið fram í fréttum hafa aðstæður breyst hratt á Tenerife undanfarna daga, rétt eins og í flestum löndum. Tenerife er núna á viðbúnaðarstigi 3 og það var verið að framlengja það til 6. janúar 2022.

Engar ferðatakmarkanir eru til og frá eyjunni eins og staðan er núna. En þar sem þessi faraldur hefur ekki beint boðið upp á mikið ferðaöryggi er gott að vera með varaáætlun. Til dæmis er gott að vera búin að ákveða hvað skal gera ef flug er fellt niður eða ef þið smitist af Covid-19 úti. Ef dvölin framlengist af einhverjum ástæðum er gott að vera með góðan varasjóð (og góðan yfirmann!).

Flestir staðir eru opnir en nærri því öll þjónusta er skert. Nú er gestafjöldi takmarkaður við 25-75% af venjulegum fjölda. Verslanir mega núna taka á móti 25% af leyfðum fjölda, og baðstrendur 50%. Þeir staðir sem óska eftir því að fólk sýni fram á neikvætt Covid-próf mega taka á móti sama gestafjölda og áður.

Þessar reglur gilda næstu viku, eða til 6. janúar, en þess má geta að þá eru haldin jól hjá flestum íbúum Kanaríeyja.

Reglur í gildi til 6. janúar 2022

  • Ferðafólk á að hlaða niður spænska rakningaappinu RadarCOVID og hafa kveikt á Bluetooth-stillingu í símanum meðan dvalið er á Tenerife. (Athugið að það er ekki nóg að vera með íslenska rakningaappið.)
  • Hámark 6 manns mega koma saman, (nema fólk búi á sama heimili).
  • Dagana 31. desember og 1. janúar 2022 verður hins vegar gerð undanþága frá þessari reglu. Þá má miða einkaveislur við 10 manns (nema allt fólkið búi saman). Miðast þessi fjöldi við allar einkaveislur, hvort sem þær eru haldnar innan- eða utandyra. Þetta á ekki við um veitingastaði og aðra opinbera staði.
  • Nú er grímuskylda utandyra líka, og gildir hún fyrir fullorðna og börn yfir 6 ára aldri. Undanþágur frá grímuskyldu gilda fyrir fatlaða, fólk með öndunarfærasjúkdóma, eða þegar fólk matast og drekkur, eða stundar líkamsrækt.
  • Fjarlægðarmörk eru 1,5 metri.
  • Bannað er að reykja eða nota tóbak ef ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægðarmörk. Reykingar eru bannaðar á hraðbrautum.

Spánverjar telja hættulítið fyrir fólk að ferðast saman utandyra í litlum hópum, oftast miðað við 9 manns eða færri. Þó er hvatt til þess að vera ekki að skiptast á hlutum, t.d. við íþróttaiðkun, þvo eða spritta hendur oft og sótthreinsa áhöld og aðra snertifleti. Vegna hitans er líka gott að skipta oft um grímur þar sem þær verða nánast gagnslausar ef þær verða mjög rakar.

Ef þið eruð stödd á Tenerife eða Kanaríeyjum og lendið í vandræðum sem tengjast Covid eða ferðalögum, þá er best að nota spjallið á covid.is eða hringja í borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins (aðstoð við Íslendinga erlendis). Þar er símavakt allan sólarhringinn, í síma +354 – 545-0-112.

Hér eru líka ýmsar upplýsingar ef neyðartilvik koma upp.

Gleðilegt nýtt ár!