Agatha Christie

Agatha Christie

Ein af þeim sem féll fyrir eyjunni er rithöfundurinn Agatha Christie. Hún hreifst mjög af Puerto de la Cruz á Norður-Tenerife þegar hún kom þangað árið 1927. Sagt er að hún hafi komið þangað á flótta undan blaðamönnum.

Agatha Christie skrifaði að minnsta kosti eina bók meðan hún dvaldi í Puerto de la Cruz.

Annað hvert ár er haldið festival henni til heiðurs. Fyrir ykkur sem viljið plana fram í tímann þá verður næsta hátíð haldin í október 2021 (ef aðstæður leyfa). Nánari upplýsingar hér.