Ferðir á Tenerife

Ferðir á Tenerife

Margar gerðir af skoðunarferðum eru í boði á Tenerife og getur verið erfitt að velja á milli. Hér eru dæmi um nokkrar spennandi ferðir. Meðal annars er hægt að skoða kastala, heimsækja hinn hluta eyjunnar, borða góðan mat, eða allt ofantalið.

Það er hægt að panta skoðunarferðir hér, allt í gegnum örugga bókunarsíðu. Þetta er allt frá matarferðum til safaríferða á fjórhjólum, til skoðunarferða um eyjuna fögru. Góða skemmtun!

El Teide þjóðgarðurinn

Eldfjöll á Tenerife

Skoðunarferð með eldfjallafræðingi (á ensku). Það verður gengið eftir auðveldum stígum, til að skoða mælitæki, þannig að ferðin hentar flestum. Ferðin tekur um 4 tíma. Það er hist í La Orotava, á Norður-Tenerife, en bærinn er í hlíðum El Teide-þjóðgarðsins.

El Teide og Masca dalurinn

Skoðunarferð í El Teide þjóðgarðinn og Masca dalinn. Þessi ferð tekur heilan dag, sirka 9,5 klst.

El Teide þjóðgarðurinn – Icod – Garachico – Masca

Dagsferð um norðvesturhorn Tenerife. Hér fáið þið tækifæri til að kynnast ekta Tenerife, sem er bæði rólegra og fallegra en ferðamannasvæðið í Adeje og Amerísku ströndinni.

Staðir sem verða heimsóttir eru:

  • Masca og gilið – Stutt ganga eftir göngustíg niður í litla bæinn
  • Garachico – Þekkt fyrir náttúruböð. Bærinn er að hluta undir hrauni.
  • Icod de los Vinos – Heimili El Drago Milenario, 1.000 ára gamals drekatrés
  • El Teide þjóðgarðurinn

Það er í boði að láta sækja sig á gististað á Suður-Tenerife. Eða hitta hópinn í Los Cristianos.

Nánari upplýsingar eru á bókunarsíðunni. Þetta er örugg greiðslusíða Viator.

Stjörnuskoðun

Hér er hægt að eiga einstakt kvöld á toppi Tenerife. Hvort sem það er fyrir pör sem vilja eiga rómantíska kvöldstund, eða stjörnuskoðun fyrir litla hópa, þá eru ferðir í boði við allra hæfi.

Alvöru stjörnuskoðun í þjóðgarði El Teide. Í þjóðgarðinum er stjörnuskoðunarstöð Tenerife, Observatorio del Teide, með vönduðum stjörnukíkjum sem gefa þér nýja sýn á himingeiminn. Og vegna þess hvað svæðið er afskekkt og í mikilli hæð, er engin ljósmengun að trufla útsýnið út í geim.

Það eru líka stjörnuskoðunarferðir á El Teide fyrir litla hópa.

Ferðir fyrir matgæðinga

Tenerife víngerð og matur

Í þessari dagsferð verða tvær víngerðir heimsóttar. Í UNESCO-bænum La Laguna verður osta- og vínsmökkun í tveim vinsælum víngerðum. Eftir það verður boðið upp á fjögurra rétta máltíð, ásamt víni frá svæðinu. Kanareysk matargerðarlist eins og hún gerist best! Því næst er ferðinni haldið til Candelaria, til að fræðast um trúarlega sögu þessa fiskveiðiþorps. Einnig verða merkir staðir heimsóttir. Candelaria er helst þekkt fyrir einstaklega fallega basilíku.

Ferðin tekur um 8 klst. Það er boðið upp á að láta sækja sig á hótel.

Bodegas Monje vínekra & sósugerð

Hjá Bodegas Monje geturðu lært að búa til ekta kanareyskar „mojo“ sósur, (þessar rauðu og grænu). Þessi ferð er með hádegismat, vínsmökkun og námskeiði í sósugerð.

Riddarasýning í San Miguel kastalanum

Miðaldasýning, riddarar, bardagi og matarveisla í þessum sögufræga kastala, sem er rétt hjá Los Cristianos. Sýning fyrir alla fjölskylduna.

Þetta er ein vinsælasta sýningin á Tenerife.

Hér er hægt að kaupa miða, með eða án aksturs.

Norður-Tenerife

Skoðunarferðir um norðurhluta eyjunnar

Dagsferð um alla eyjuna

Dagsferð um El Teide yfir á norðurhluta Tenerife.

Hjólaferð um Norður-Tenerife

Gamli bærinn La Orotava

Aðgangur að 17. aldar húsinu, La Casa de los Balcones. Húsið er bæði safn og minjagripaverslun.

Dagsferð til nágrannaeyjunnar La Gomera

Hér eru líka fleiri skemmtisiglingar við Tenerife.