Fiesta de la Candelaria 2. febrúar

Mynd: Informacion Turística Tenerife

2. febrúar er kyndilmessa og þá koma pílagrímar til bæjarins Candelaria vegna hátíðarinnar Fiesta de la Candelaria. Kyndilmessa er 40 dögum eftir fæðingu Krists og er hreinsunardagur Maríu Meyjar. Hátíðin er líka kölluð hreinsunarhátíðin.

Candelaria dregur nafn sitt af latneska orðinu candela sem þýðir kerti.

Fyrsta daginn er skrúðganga í kringum basilíkuna með kyndla og á öðrum degi er messa þar sem biskup Tenerife predikar.

15. ágúst er svo önnur hátíð til heiðurs styttunni af Maríu mey, sem er verndardýrlingur Kanaríeyja. Það er hátíðin Fiesta de la Virgen de Candelaria.