Fiesta de San Andrés

Fiesta de San Andrés

Í lok nóvember er uppskeruhátíðin La Fiesta de San Andrés haldin í nokkrum bæjum á Norður-Tenerife, þar sem víngerðarfólk sýnir afrakstur sinn með matarveislu og vínsmökkun. Bæirnir eru til dæmis Puerto de la Cruz, La Orotava, Icod de Los Vinos, San Juan de La Rambla, og La Guancha.

Bæir sem hátíðin er venjulega haldin í eiga það sameiginlegt að hafa brattar brekkur, svo þátttakendur (oftast strákar og ungir karlar) geti rennt sér niður götur á vaxbornum trébrettum. Það er vísan í það þegar víntunnur voru dregnar eftir götunum þegar víngerð var lokið.

Kastaníuhnetur og rauðvín – (Mynd El Diario)
Uppskerulokum fagnað (Mynd: El periodico de ycoden daute)