Pýramídarnir í Güímar

Rétt hjá bænum Candelaria eru pýramídarnir í Güímar. Þetta eru merkar fornminjar, svæðið er stórt og þar er að finna 6 pýramída. Fornleifafræðingar frá öllum heimshornum hafa rannsakað pýramídana. Á svæðinu er safnið Casa Chacona þar sem gestir geta skoðað myndir og heimildarmynd þar sem farið er yfir rannsóknirnar, sem norski mannfræðingurinn Thor Heyerdal leiddi. Þar eru líka kaffihús og minjagripaverslun.

Nýr grasagarður er á svæðinu, Jardín Venenoso, þar sem fólk getur skoðað um 70 eitraðar plöntutegundir. Garðurinn er 1.500 m2 og þar er að finna eitraðar eða banvænar plöntur alls staðar að úr heiminum.

Pýramídarnir tengjast vetrar- og sumarsólstöðum. Thor Heyerdal hélt því fram að pýramídarnir væru hlekkur milli gamla og nýja heimsins.