Gróðureldar á Norður-Tenerife

Gróðureldar á Norður-Tenerife

Slökkvilið berst nú við elda sem hafa kviknað á nokkrum stöðum á Norður-Tenerife. Calima-sandstorminum fylgir hiti og þurrkur, sem getur aukið hættuna á skógareldum og gróðureldum. Eldarnir eru við bæina Santa Úrsula, La Quinta, La Orotava, Los Realejos, La Guancha og Puerto de la Cruz (sami bær og dýragarðurinn Loro Parque er í).

Þessir bæir eru á norðurhluta Tenerife, í öruggri fjarlægð frá ferðamannasvæðinu sem er á hinum hluta eyjunnar. Skógareldar hafa líka geysað á Gran Canaria. Það er búist við rigningu um miðja vikuna, þegar calima-sandstorminn lægir. Vegna stormsins má líka búast við áframhaldandi töfum á flugi og farþegum er ráðlagt að fylgjast með tilkynningum frá sínu flugfélagi.

Um þúsund íbúar, meðal annars í Santa Úrsula og Las Candias-hverfinu í La Orotava, hafa verið fluttir burt. Eldarnir hafa líka áhrif á umferð milli La Orotava og Los Realejos (TF-5).

Slökkvilið sem átti að vera á vakt í höfuðborginni vegna karnivalsins, hefur verið sent á staðinn til að aðstoða. Auk þess hafa almannavarnir sent tvo tankbíla til aðstoðar, sem hvor um sig rúmar 500 lítra af vatni. Hluta af dagskrá karnivalsins hafði þegar verið frestað vegna lélegra loftgæða og roks sem fylgdi sandstorminum, sem geysað hefur síðustu daga. Vindhviður hafa mælst allt að 120 km/klst (33 m/s) og fjölmörg útköll hafa verið vegna þess.

Hér er hægt að sjá myndbönd, tekin 23. febrúar 2020:

Santa ÚrsulaÍbúar yfirgefa Santa Úrsula

Hraðbrautin fyrir norðan (TF-5) – Frétt frá Santa Úrsula

Eld­arn­ir loguðu nærri heim­ili Jónu Dís­ar

Slóð á myndband er hér fyrir ofan.
Slóð á myndband er hér fyrir ofan.
Gróðureldarnir eru norðanmegin á eyjunni (rauður punktur) en ferðamannasvæðið er í kringum Los Cristianos (neðst).
Fjöldahjálparstöð Rauða krossins í La Victoria.

Tæplega 300 manns eru nú komin í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í La Victoria, sem er næsti bær við Santa Úrsula, þar sem eldar geysa.