Strætó

Strætó

Strætósamgöngur Tenerife eru góðar. Hægt er að ferðast með almenningsvögnum (autobús/TITSA) um alla eyjuna. Til dæmis er hægt að taka strætó upp í El Teide-þjóðgarðinn.

Ferðir eru yfirleitt á 15-40 mínútna fresti. Tímaáætlanir eru á netinu, í appi og á stoppistöðvum. Vagnarnir eru snyrtilegir og nútímalegir. Það er lítið mál að ferðast með barnakerrur og það eru hillur inni í vögnunum fyrir ferðatöskur.

Strætó-appið

Heimasíða strætó á Tenerife er á ensku og spænsku. Ef þið skiljið spænsku þá er til app þar sem er hægt að kaupa miða og fá upplýsingar um ferðir.

Appið heitir ten+móvil í app store fyrir iPhone eða play store fyrir Android síma.

Í appinu er hægt að kaupa miða í strætó og tram sporvagninn, sem gengur innanbæjar í Santa Cruz.

Á heimasíðu TITSA er hægt að gera ferðaáætlun. Dæmið hér fyrir neðan sýnir leiðina frá Playa de las Américas til Decathlon verslunarinnar í Santa Cruz. (Decathlon er á svipuðum stað og Alcampo, stóra verslunarmiðstöðin.)

Það er sér strætó í Siam Mall, Siam Park og Loro Parque
Kort af stoppistöðvum strætó fyrir Siam Mall