Leigubílar

Leigubílar

Það eru leigubílastöðvar víða á ferðamannasvæðunum og helstu borgum. Taxti fyrir leigubíla er ekki hár. Þess vegna nýta margir sér taxa í staðinn fyrir að leigja bílaleigubíl.

Leigubílar með barnabílstól eða auka rými

Hér eru nokkrar leigubílastöðvar þar sem er hægt að panta leigubíl á netinu með fyrirvara. Til dæmis til að láta sækja sig á flugvöllinn eða fara í dagsferðir.

Sun Transfers – Hægt að panta leigubíl til og frá flugvelli fyrirfram. Sun Transfers býður einnig upp á stóra leigubíla. Hjá þeim er hægt að panta litlar og stórar rútur með bílstjóra, fyrir sér hópferðir. Þaulvanur bílstjóri fylgir með. Smellið hér til að skoða leigubíla, rútur og verð.

Book TAXI – Barnabílstólar og -sæti, fyrirferðamikill farangur (golfsett o.fl.). Sérferðir um eyjuna. Nokkrar stærðir af bílum í boði.

GetTransfer.com – Litlir og stórir bílar, barnabílstólar og fleira. Þetta fyrirtæki auglýsir allt frá leigubílum að þyrlum.

Official Taxi Tenerife – Þar er hægt að haka við sérþjónustu, til dæmis  ef þið eruð með hjólastól eða golfsett. 15 € aukagjald fyrir stærri hluti eins og reiðhjól og brimbretti.

Á Booking.com er hægt að panta leigubíla til og frá flugvelli. Líka bíla með barnabílstólum eða fyrir rúmfreka hluti.

Dæmi um verð fyrir 2 farþega frá flugvellinum að Costa Adeje er 37,45 € (um 4.500 ISK). Sama verð ef það bætast við 2 börn.

Sendið okkur endilega skilaboð á Facebook ef þið mælið með fleiri leigubílastöðvum.

Leigubíll á Tenerife
Leigubílar fyrir rúmfrekan farangur

Leigubílar á Tenerife (og víðar á Spáni) eru með bláar númeraplötur. Það er til að aðgreina þá frá leigubílum sem aka án leyfis til farþegaaksturs.

Tenerife Sur flugvöllurinn

Ef pantað er til eða frá flugvellinum Tenerife Sur (TFS), er nafn flugvallarins stundum skráð sem Reina Sofia, (Flugvöllur Soffíu drottningar). Tenerife Sur er sá flugvöllur sem er flogið til frá Íslandi. Hann er rétt hjá ferðamannastöðunum Arona og Adeje. (Fañabe, Ameríska ströndin, og Los Cristianos.) Það tekur yfirleitt um 15-20 mínútur að keyra frá flugvellinum að Amerísku ströndinni og Los Cristianos. Það er örlítið lengra að Adeje og tekur 20-30 mínútur að keyra á hótel á Fañabe og El Duque-svæðunum. Sjá nánari lýsingu á svæðunum á Suður-Tenerife.

Barnabílstólar

Hjá fyrirtækinu Hire4Baby er hægt að leigja ýmsar græjur fyrir börnin. Þar á meðal barnabílstóla, kerrur og fleira. Ef þið eruð að ferðast með lítil börn, getur verið mjög þægilegt að leigja svona hluti í stað þess að taka þá með í flug. Margir Íslendingar hafa notað leiguna og mæla með henni.

Ferlið virkar þannig að fólk skoðar og pantar á heimasíðunni Hire4Baby. Þið veljið svo hvort þið fáið hlutina afhenta á flugvöllinn eða hótelið. Þegar ferðalaginu lýkur, koma þau og sækja hlutina aftur.

Leigan er núna líka á Kanarí.