Puerto de la Cruz

Puerto de la Cruz

Puerto de la Cruz er yfir 500 ára gamall hafnarbær á norðurhluta Tenerife, í um 30 km fjarlægð frá höfuðborginni Santa Cruz. Bærinn státar af fallegum gróðri, sem er algjör andstæða við þurra loftslagið á ferðamannasvæðinu. Puerto de la Cruz er einn stærsti bærinn á Tenerife, með um 31 þúsund íbúa.

Fyrstu ferðamennirnir sem komu hingað á 19. öld komu af heilsufarsástæðum, enda eru náttúran og umhverfið falleg og fjölbreytt. Ein þeirra sem tóku ástfóstri við bæinn var rithöfundurinn Agatha Christie. Hér er hægt að lesa um tengingu hennar við bæinn og bókmenntahátíð í hennar nafni.

Göngugatan við Lago Martiánez og Costa Martiánez

Gamli bærinn La Orotava

Í fjallshlíðinni fyrir ofan Puerto de la Cruz er gamli bærinn La Orotava. Þar er auðveldlega hægt að gleyma sér við að ganga um hellulagðar götur, kíkja í búðarglugga eða prófa einn af fjölmörgum veitingastöðum eða kaffihúsum sem eru á hverju strái. Göturnar geta verið brattar, en þau sem treysta sér ekki til að ganga mikið geta farið í bíltúr um bæinn. Eða stoppað hjá þeim stöðum sem eru nokkurn veginn á jafnsléttu.

Vinsæl svæði

Það er góð tilbreyting frá strandlífinu að dvelja á norðurhluta Tenerife, enda er stutt á milli allra eyjarhluta og margt að skoða á hverjum stað. Ef ykkur langar að breyta til og komast í ekta kanareyskan bæ, eru mörg hótel við strandgötuna hjá San Telmo og Costa Martiánez, svæðið í kringum Plaza del Charco-torgið, og Playa del Castillo-ströndina.

Á Plaza del Charco, og í götunum sem liggja að torginu, eru veitingastaðir af öllum gerðum. Hvort sem ykkur langar í margrétta veislu eða tapas og drykk þá finnið þið eitthvað við hæfi hér. Hér er fjallað aðeins betur um þessi vinsælu svæði í Puerto de la Cruz.

Við San Telmo er ein elsta kapella Kanaríeyja, Ermita de San Amaro, frá 16. öld.

Það góða við að komast norður, er að þar kynnistu ekta kanareyskri menningu. Og þar eru líka aðeins færri ferðamenn en á Amerísku ströndinni og Adeje.

Náttúran blómstrar í Puerto de la Cruz

Skoða hótel í Puerto de la Cruz