Miðar í Siam Park + Loro Parque

Miðar í Siam Park + Loro Parque

Hér er hægt að kaupa miða í Loro Parque og Siam Park í gegnum öruggu bókunarsíðuna Tiqets.com. Upplýsingar um strætóferðir í garðana eru hér neðar á síðunni.

Loro Parque er opið frá 9.30 – 17.30 alla daga, líka um helgar. Siam Park er opið frá 10-18 á sumrin (1. maí – 29. okt.) og 10-17 á veturna (30. okt. – 30. apríl).

Mest keypt á Tiqets: MIÐAR í Siam Park (vatnagarðinn)

Mest keypt á Tiqets: MIÐAR í Loro Parque (dýragarðinn)

Það er best að kaupa miða áður en lagt er af stað í Loro Parque. (Það er líka miðasala við innganginn.) Þar er hægt að borga með pening og kortum. Svo eru líka hraðbankar á staðnum.

Loro Parque dýragarðurinn er í Puerto de la Cruz, á Norður-Tenerife. Hér geturðu lesið meira um Loro Parque.

Vinsælt á Tiqets: TVÍBURAMIÐAR í Loro + Siam

Siam Park og Loro Parque eru tvíburagarðar. Það þýðir að það er sami eigandi. Ef þið ætlið í báða garðana þá er í boði að kaupa „tvíburamiða“ (twin ticket), með afslætti. Hér geturðu lesið meira um Siam Park.

Það er hægt að kaupa miða fyrirfram ásamt miðum í Loro Parque-strætóinn. Strætóinn fer frá ferðamannasvæðinu á suðurhlutanum (Adeje og Arona).

MIÐAR MEÐ AKSTRI í Loro Parque

(Frá Suður-Tenerife: Adeje, Arona, Los Cristianos o.fl.)

Miðar á Siam Park kvöld

(Nánari upplýsingar á Tiqets.com og heimasíðu Siam Park.)

Hvernig er best að komast í garðana?

Siam Park vatnsrennibrauta-garðurinn er við ferðamannasvæðið í Adeje. Það er hægt að komast þangað með strætó sem er merktur garðinum. Hér er hægt að sjá hvar og hvenær hann stoppar.

Loro Parque dýragarðurinn er á Norður-Tenerife, í borginni Puerto de la Cruz. Það er hægt að kaupa miða með ferð frá suðurhlutanum í sér strætó fyrir garðinn (sjá miðasölu Tiqets). Ef þið farið á bílaleigubíl tekur sirka klukkustund að aka á milli.