Kosningavaka á Tenerife

Kosningavaka á Tenerife

Það hefur varla farið fram hjá neinum að við erum að fara að kjósa okkur nýjan forseta. Kosningarnar fara fram núna á laugardaginn, 1. júní. Fyrstu tölur fara svo að berast fljótlega eftir að kjörstöðum lokar kl. 22, eða kl. 23 á Tenerife tíma.

Það verður hægt að horfa á kosningavöku á RÚV og Stöð 2, hvar sem þið verðið stödd í heiminum. Þetta verður með mest spennandi sjónvarpsefni ársins, þannig að búið ykkur undir taugastríð og langa vökunótt.

Eitthvað er um að fólk sem er statt á Tenerife ætli að hittast í litlum hópum og horfa saman. Íslendingabarinn Nostalgía verður lokaður þessa helgi sem kosningarnar eru og því enginn hittingur þar.

Kosningavaka RÚV

Íslendingar erlendis geta horft á kosningavöku RÚV gegnum RÚV appið.

RÚV appið er ókeypis. Það er hægt að sækja það á Play Store (fyrir Android tæki) eða App Store (fyrir Apple tæki). Á vef RÚV eru ítarlegri leiðbeiningar.


Kosningavaka Stöðvar 2

Kosningasjónvarpið verður sýnt í opinni dagskrá í Stöð 2 appinu, undir flipanum „Stöð 2 kynning.“ Samkvæmt dagskrá byrjar það kl. 21.30 og verður til 3 um nóttina.

Hér er hægt að ná í Stöð 2 appið.


Og munum að við megum hafa ólíkar skoðanir.

Góða skemmtun!

Ljósmynd af Bessastöðum © Berglind Baldursdóttir.