Hertar aðgerðir á Tenerife og Gran Canaria

Hertar aðgerðir á Tenerife og Gran Canaria

Vegna fjölgunar smita stendur til að herða reglur á Tenerife og Kanarí eftir helgi.

Frá og með næsta mánudegi (15. mars 2021) munu þessar reglur gilda:

  • Hámark 4 mega koma saman
  • Útgöngubann verður frá kl. 10 á kvöldin til 6 á morgnana
  • Fólk má stunda íþróttir utandyra á eigin vegum, hámark 6 í hóp
  • Grímuskylda og 2ja metra regla gilda áfram

Þessar nýju reglur munu gilda í 15 daga að lágmarki.

Ástæða þess að verið er að herða reglur nú er sú að smitum hefur fjölgað á eyjunum og yfirvöld vilja koma í veg fyrir að fyrirtæki og þjónustuaðilar þurfi að hafa lokað yfir páskana.
Smitum fjölgaði á Tenerife í gær og er talan nú komin í 614 í þessari viku, sem er tæplega 30% aukning frá síðustu viku, á meðan smit á Gran Canaria hafa aukist um 19%. Þar af voru 250 ný smit á eyjunum tveimur síðasta sólarhringinn.

Þar sem fjölgun smita er bundin við Tenerife og Gran Canaria eru hinar Kanaríeyjarnar undanskildar þessum hertu reglum.

Svæði með flest virk smit

1.602 Las Palmas (Gran Canaria)
1.059 Santa Cruz (Tenerife)
481 La Laguna (Tenerife)
145 Puerto del Rosario (Fuerteventura)
113 Adeje (Tenerife)
89 Arrecife (Lanzarote)
65 Granadilla de Abona (Tenerife)
77 Arona (Tenerife)
37 San Bartolomé de Tirajana (Gran Canaria)
38 Puerto de La Cruz (Tenerife)
16 Guia de Isora (Tenerife)
8 San Miguel de Abona (Tenerife)
7 Valverde (El Hierro)

Dreifing smita á Gran Canaria síðustu 7 daga
Dreifing smita á Tenerife síðustu 7 daga

Ferðalög til Tenerife og Kanarí

Íbúar og aðrir sem þurfa að heimsækja eyjarnar núna þurfa að fylla út eyðublað sem má finna HÉR og senda það með tölvupósti til spænskra heilbrigðisyfirvalda 48 tímum fyrir flug. Fólk fær þá sendan QR-kóða sem þarf að sýna við komu, annað hvort með því að hafa hann útprentaðan eða í símanum.
Til viðbótar þarf að sýna fram á neikvætt PCR-próf við komu og á það við um allan Spán.
Fjarlægðartakmörk á flugvöllum eru 1,5 metrar.

Heilbrigðisyfirvöld á Spáni biðja ferðamenn um að hafa samband við yfirvöld á því svæði sem dvalist er á ef það finnur fyrir eftirfarandi einkennum: Hita, öndunarerfiðleikum, hósta, minnkuðu lyktar- og bragðskyni, kuldahrolli, hálssærindum, niðurgangi eða uppköstum.

Búist er við svipuðum takmörkunum yfir páskana en það verður tilkynnt síðar.

(Upplýsingar fengnar frá Spain Travel Health, Canarian Weekly og Canary News 12. mars 2021.)