Flamenco sýning

Flamenco sýning

Flamenco dans á rætur að rekja til Spánar. Dansinn varð til í Andalúsíu-héraði á Suður-Spáni. Flamenco dansinn var undir sterkum áhrifum frá menningu sígauna (Rómafólks), Mára, gyðinga og samfélögum í Andalúsíu.

Sýningin er um 90 mínútur. Þetta er kvöldsýning, kl. 8.30 (birt með fyrirvara um breytingar).

Athugið að sýningin er á Norður-Tenerife, í bænum Puerto de la Cruz.

Ferðir eru ekki innifaldar í miðaverðinu.

Puerto de la Cruz

Í Puerto de la Cruz eru fjölmargir frábærir veitingastaðir sem er hægt að borða á fyrir sýninguna. Meðal annars á torginu Plaza del Charco í næsta nágrenni við leikhúsið. Rétt hjá torginu er stórt almenningsbílastæði (efsti punktur á kortinu).

Á kortinu sést gönguleiðin frá bílastæðinu, að Plaza del Charco og þaðan í leikhúsið, Sala Timanfaya.

Einnig er gott úrval af veitingastöðum og kaffihúsum í göngugötunum við sjóinn; Calle de San Telmo og við Lago Martiánez.

Miðbær Puerto de la Cruz

Bókunarsíða

Nánari upplýsingar um sýninguna, ásamt staðsetningu, sést þegar bókunarsíðan opnast.

Hér er hægt að panta miða á sýninguna, í gegnum örugga greiðslusíðu Viator.

Áhugaverðir staðir í og við Puerto de la Cruz