Verðdæmi – Matur og fleira

Verðdæmi – Matur og fleira

Til að gera sér betur grein fyrir hvað frí eða búseta á Tenerife mun kosta, er búið að taka saman verð á helsta kostnaði og nauðsynjavörum. Þessi verðsamanburður nær líka yfir langtímaleigu á íbúð, bílakaup og annað sem er gott að hafa í huga ef þið eruð að hugsa um að flytja til Tenerife eða dvelja þar lengi.

Það er enginn virðisaukaskattur á Tenerife heldur eins konar söluskattur, sem er mismunandi eftir vöruflokkum. Almennur söluskattur á vörum er 7% en raftæki geta verið í kringum 3%.

Þegar greitt er með korti er oftast hægt að velja á posaskjánum hvort greitt er í evrum eða íslenskum krónum. Veljið alltaf evrur því annars getur reiknast hærra gengi og varan verður dýrari fyrir vikið.

Verð- og launamunur

Hér er hægt að sjá nokkur dæmi um verðmun á Tenerife og Íslandi. Verðdæmin sýna verð á veitingastöðum á Tenerife, matvöru, fatnaði og fleiru, sem Íslendingar kaupa gjarnan á ferðalögum til Kanaríeyja. Einnig er borið saman verð á íbúðum, bæði leiguíbúðum og kaupíbúðum, sem og meðallaun á Tenerife og Íslandi.

Eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan, er hægt að lifa góðu lífi á Tenerife á íslenskum launum, sem eru mikið hærri en gengur og gerist á Kanaríeyjum.

Launamunur Tenerife Ísland
Meðal mánaðarlaun (eftir skatta) 196.037 kr
(1.288,89 €)
508.893 kr
(3.345,83 €)
Kaupmáttur er 28,7% hærri á Íslandi +28,7%

*Athugið að verðdæmin eru háð því hversu margir hafa nýlega skráð verð inni á Numbeo.com. Hver sem er getur skráð verð og önnur gjöld þar fyrir mismunandi borgir.

Út að borða

Veitingastaðir Tenerife Reykjavík
Máltíð, ódýr veitingastaður 1.521 kr
(10 €)
2.800 kr
(18,41 €)
Máltíð fyrir 2, miðlungs veitingastaður,
þriggja rétta 
7.176 kr
(47,18 €)
15.000 kr
(98,62 €)
McMeal á McDonalds
(eða sambærileg máltíð)
1.369 kr
(9 €)
2.145 kr
(14,10 €)
Bjór, innlendur kranabjór (0,5 l) 304 kr
(2 €)
1.300 kr
(8,55 €)
Bjór, innfluttur (0,33 l flaska) 354 kr
(2,33 €)
1.131 kr
(7,44 €)
Cappuccino 271 kr
(1,78 €)
629 kr
(4,13 €)
Kók/Pepsi (0,33 lítra flaska) 211 kr
(1,39 €)
356 kr
(2,34 €)
Vatn (0,33 lítra flaska) 144 kr
(0,95 €)
278 kr
(1,83 €)

Matvörubúðir

Matvara Tenerife Reykjavík
Mjólk (venjuleg), (1 lítri) 152 kr
(1 €)
215 kr
(1,41 €)
Brauð, (franskbrauð) (500g) 152 kr
(1 €)
466 kr
(3,07 €)
Grjón (hvít), (1kg) 154 kr
(1,02 €)
428 kr
(2,81 €)
Egg (venjuleg) (12 stk) 380 kr
(2,50 €)
802 kr
(5,27 €)
Ostur, innlendur (1kg) 1.530 kr
(10,06 €)
1.975 kr
(12,98 €)
Kjúklingabringur (1kg) 923 kr
(6,07 €)
2.510 kr
(16,51 €)
Lærisneiðar (1kg) (eða svipað rautt kjöt) 1.456 kr
(9,57 €)
3.749 kr
(24,65 €)
Epli (1kg) 282 kr
(1,86 €)
461 kr
(3,03 €)
Bananar (1kg) 234 kr
(1,54 €)
289 kr
(1,90 €)
Appelsínur (1kg) 259 kr
(1,70 €)
347 kr
(2,28 €)
Tómatar (1kg) 236 kr
(1,55 €)
672 kr
(4,42 €)
Kartöflur (1kg) 181 kr
(1,19 €)
380 kr
(2,50 €)
Laukur (1kg) 175 kr
(1,15 €)
199 kr
(1,31 €)
Salat (1 haus) 158 kr
(1,04 €)
397 kr
(2,61 €)
Vatn (1,5 lítra flaska) 98 kr
(0,64 €)
285 kr
(1,88 €)
Vínflaska (miðlungs) 913 kr
(6 €)
2.750 kr
(18,08 €)
Bjór, innlendur (0,5 lítra flaska) 173 kr
(1,14 €)
422 kr
(2,77 €)
Bjór, innfluttur (0,33 lítra flaska) 268 kr
(1,76 €)
354 kr
(2,33 €)
Sígarettupakki (Marlboro) 593 kr
(3,90 €)
1.650 kr
(10,85 €)

Fatnaður og skór

Fatnaður og skór Tenerife Reykjavík
Gallabuxur (Levis 501 eða svipað) 10.305 kr
(67,75 €)
14.951 kr
(98,30 €)
Sumarkjóll í verslanakeðju (Zara, H&M) 3.585 kr
(23,57 €)
5.900 kr
(38,79 €)
Nike hlaupaskór (meðalverð) 10.520 kr
(69,17 €)
18.437 kr
(121,22 €)
Herraskór, leður 8.974 kr
(59 €)
23.661 kr
(155,56 €)

Líkamsrækt og bíó

Íþróttir og afþreying Tenerife Reykjavík
Líkamsrækt, mánaðargjald 5.729 kr
(37,67 €)
9.022 kr
(59,31 €)
Tennisvöllur (1 klst um helgi) 1.546 kr
(10,17 €)
5.729 kr
(37,66 €)
Bíómiði, erlend mynd 1.065 kr
(7 €)
1.900 kr
(12,49 €)

Strætó og leigubílar

Ferðir Tenerife Reykjavík
Strætómiði aðra leiðina 228 kr
(1,50 €)
550 kr
(3,62 €)
Mánaðarkort (Venjulegt verð) 5.780 kr
(38 €)
9.000 kr
(59,17 €)
Taxi byrjunargjald (Venjulegt gjald) 519 kr
(3,42 €)
730 kr
(4,80 €)
Taxi 1km (Venjulegt gjald) 304 kr
(2 €)
404 kr
(2,66 €)
Taxi 1 klst biðgjald (Venjulegt gjald) 2.281 kr
(15 €)
9.177 kr
(60,34 €)
Bensín (1 lítri) 223 kr
(1,47 €)
324 kr
(2,13 €)
Volkswagen Golf 1.4 90 KW Trendline
(eða sambærilegur nýr bíll)
2,5 m.
(16.400 €)
5,2 m.
(34.156 €)
Toyota Corolla Sedan 1.6l 97kW Comfort
(eða sambærilegur nýr bíll)
3,1 m.
(20.700 €)
5,8 m.
(38.300 €)

Mánaðarleg útgjöld

Útgjöld (mánaðarleg) Tenerife Reykjavík
Rafmagn, hiti, kalt vatn, sorphirða
fyrir 85 m2 íbúð
10.223 kr
(67,21 €)
12.456 kr
(81,90 €)
1 mín. fyrirframgreidd gsm áskrift,
(enginn afsláttur eða pakkaverð)
28 kr
(0,18 €)
8 kr
(0,05 €)
Internet (60 Mbps eða meira, ótakmarkað
gagnamagn, ljósleiðari/ADSL)
4.672 kr
(30,71 €)
8.633 kr
(56,76 €)

Skólar og leikskólar

Barnagæsla Tenerife Reykjavík
Leikskóli, allan daginn, einka, mánaðarverð 1 barn 38.024 kr
(250 €)
38.138 kr
(250,75 €)
Alþjóðlegur grunnskóli (einkaskóli), árgjald 1 barn 1.270.015 kr
(8.350 €)
831.667 kr
(5.468 €)

Leiga á íbúð, kaupverð íbúða, mánaðarlaun

Leiga á mánuði Tenerife Reykjavík
Íbúð (1 svefnherb.) miðsvæðis/miðbær 100.724 kr
(662,23 €)
222.941 kr
(1.465,78 €)
Íbúð (1 svefnherb.) utan miðsvæðis/úthverfi 80.802 kr
(531,25 €)
193.989 kr
(1.275,42 €)
Íbúð (3 svefnherb.) miðsvæðis/miðbær 161.223 kr
(1.060 €)
330.207 kr
(2.171 €)
Íbúð (3 svefnh.) utan miðsvæðis/úthverfi 120.592 kr
(792,86 €)
274.286 kr
(1.803,35 €)
Kaupverð íbúða Tenerife Reykjavík
Fermetraverð íbúðar, miðsvæðis 316.363 kr
(2.080 €)
835.913 kr
(5.495,90 €)
Fermetraverð íbúðar, utan miðsvæðis/úthverfi 243.356 kr
(1.600 €)
602.632 kr
(3.962,14 €)
Laun og fjármál Tenerife Reykjavík
Meðal mánaðarlaun (eftir skatta) 196.037 kr
(1.288,89 €)
508.893 kr
(3.345,83 €)
Húsnæðisvextir í prósentum (%), árlega, í 20 ár
með föstum vöxtum
3,00 6,20
Síðast uppfært hjá Numbeo: Maí 2023 Maí 2023
Fjöldi þeirra sem hafa skráð upplýsingar hjá Numbeo
síðustu 12 mánuði:
39 178

Síðast uppfært: 17. maí 2023.

Meðallaun og verðsamanburður eru fengin af síðunni Numbeo. Íslensk þýðing Tenerife.is.