Tryggingar

Evrópska sjúkratryggingakortið

Það borgar sig alltaf að hafa Evrópska sjúkratryggingakortið (ES kortið) með, hvort sem fólk er að fara í stutt frí eða ætlar að dvelja lengur á eyjunni.

Kortið staðfestir rétt korthafa til heilbrigðisþjónustu hjá þjónustuaðilum innan hins opinbera, sem verður nauðsynleg meðan á tímabundinni dvöl stendur. Athugið að þetta tryggir ekki framlengdan hótelkostnað eða þess háttar.

Hvar er hægt að nota ES-kortið?

Spítalar og heilbrigðisstofnanir sem ríkið rekur, samþykkja ES-kortið, meðal annars:

Hospital del Sur de Tenerife fyrir ofan Amerísku ströndina. Sjúkrahús, bráðamóttaka, opið allan sólarhringinn. Sími +34 922 17 47 56.

Það kostar ekkert að fá kortið. Eftir að sótt er um kortið, tekur 2-3 virka daga að fá kortið sent. En þegar sótt er um á netinu á að vera hægt að fá pdf-skjal með kortinu strax. Einfalt er að sækja um sjúkratryggingakortið á netinu. Nánari upplýsingar um kortið og hvernig á að sækja um, er að finna hérÁ myndinni hér fyrir neðan sést hvar á síðu Sjúkratrygginga Íslands er sótt um.

Sótt er um kortið á sjukra.is

Ferðatrygging

Ef ferðin er greidd með kreditkorti fylgir oftast ferðatrygging með. Best er að staðfesta þetta hjá kortafyrirtækinu ef skilmálar eru óljósir eða ef hluti af ferðinni er greiddur með kreditkorti. Líka þegar ferðast er á eigin vegum. Ef það stendur til að prófa eitthvað sem gæti flokkast undir áhættuíþrótt, athugið þá hvort þið þurfið að kaupa aukatryggingu. (Það er aldrei gott að lesa smáa letrið eftir á!)

Fæstir hafa planað að koma við hér í ferðinni