Google maps
Gott er að skoða staðsetningu gististaðar á Google maps, finna nálæga matvöruverslun, veitingastaði, apótek og annað sem þið teljið ykkur þurfa þegar þið komið út. Það er gert með því að fara inn á maps.google.com og gera eftirfarandi:
- Slá inn heimilisfangið á gististaðnum.
- Þegar staðurinn sést á kortinu á að vera dálkur vinstra megin á síðunni, með blárri stiku. Beint fyrir neðan stikuna stendur „Nearby“ eða „Nálægt“ og það á að smella á.
- Þá opnast leitargluggi þar sem þið skrifið t.d. „supermarket“ og ýtið á enter.
- Rauð merki birtast fyrir allar matvöruverslanir sem eru nálægt heimilisfanginu sem þið slóguð inn.
- Það sama er hægt að gera til að finna veitingastaði (restaurant), apótek (pharmacy eða farmacia), strætó (TITSA), leigubíl o.s.frv.
Neðst til hægri eru + og – merki sem eru notuð til að stækka og minnka kortið eftir þörfum. Til að færa allt kortið þarf að halda músinni niðri og draga.