Puerto de Santiago & Los Gigantes
Það er um 20 mínútna akstur frá ferðamannasvæðinu að þessu gamla sjávarþorpi. Þetta er fallegur og rólegur bær sem hentar mjög vel þeim sem vilja ekki vera í mesta ferðamannastraumnum. Hér eru hótel, veitingastaðir og verslanir. Það er göngugata neðst í bænum, almenningssundlaug og höfnin. Þar er hægt að leigja jet ski og sigla að Los Gigantes-klettunum eða fara sjóleiðina að Masca.
Los Gigantes-klettarnir
Björgin sem frumbyggjarnir, Guanches, töldu vera endimörk alheimsins. Los Gigantes þýðir „risarnir“ og minna á Látrabjarg okkar Íslendinga en eru þó næstum helmingi hærri eða 800 metrar. Myndin er tekin á einstökum útsýnisstað ofarlega í Puerto de Santiago; Cafeteria Mirador Archipenque.