Úlfaldagarðar á Tenerife

Löngu áður en ferðamenn fóru að streyma til Tenerife voru úlfaldar notaðir til að plægja akrana. Þurrt loftslagið hentaði ekki nautgripum og þar sem Vestur-Afríka er aðeins stutta siglingaleið frá, lá beinast við að nota úlfalda. Úlfaldar eru með 1 hnúð á bakinu en kameldýr með 2. Hnúðarnir eru fituvefur sem hjálpar þeim að lifa af í eyðumerkurhitanum.

Úlfaldar eru ekki lengur notaðir til vinnu á Tenerife en í staðinn er hægt að skoða úlfaldana og fá að fara á bak. Það er í boði á tveimur stöðum á Tenerife; í Úlfaldagarðinum Camel Park, sem er fyrir ofan hraðbrautina hjá Los Cristianos, og í Camello center á norðurhluta eyjunnar, í bænum El Tanque.

Camel Park

Úlfaldagarðurinn Camel Park er fyrir ofan hraðbrautina hjá Los Cristianos (gamla bænum). Þar eru 60 úlfaldar.

Það kostar 22 € fyrir fullorðna að fara á úlfaldabak og 11 € fyrir börn en aðeins 3-5 € fyrir þau sem vilja bara skoða bæinn. Það er hægt að halda upp á barnaafmæli í garðinum og þá er veitingum og hoppukastala bætt við. Nánari upplýsingar um afmælisveislur er að finna á heimasíðu garðsins. Athugið að opnunartímar og verð eru með fyrirvara um breytingar. Hér til hægri er hægt að panta miða í gegnum örugga greiðslusíðu.

Það kostar 22 € fyrir fullorðna að fara á úlfaldabak og 11 € fyrir börn en aðeins 3-5 € fyrir þau sem vilja bara skoða bæinn. Það er hægt að halda upp á barnaafmæli í garðinum og þá er veitingum og hoppukastala bætt við. Nánari upplýsingar um afmælisveislur er að finna á heimasíðu garðsins. Athugið að opnunartímar og verð eru með fyrirvara um breytingar. Hér til hægri er hægt að panta miða í gegnum örugga greiðslusíðu.


Camello center

Í bænum El Tanque á Norður-Tenerife er hægt að fara á úlfaldabak. Það er gott að taka heilan dag frá í þessa ferð, enda margt að sjá. El Tanque er fyrir ofan eldfjallabæinn Garachico, sem er einn fallegasti bærinn á eyjunni.

Staðurinn sem býður upp á að fara á bak úlfalda heitir Camello center og þar er einnig veitingastaður. Auk þess er fjöldi veitingastaða í Garachico. Það er líka bærinn með náttúrulaugunum við sjóinn, svo takið sundfötin með. El Tanque er tæplega klukkutíma akstur frá Adeje. Það er ekið sömu leið eins og þegar farið er til Masca, nema 20 mínútum lengur. Það er því vel hægt að bæta Masca inn í ferðina ef þið hafið tíma (og orku) eftir daginn. Hér er hægt að bóka ferð á úlfalda, í gegnum örugga greiðslusíðu.