Siglingar

Siglingar

Eitt af því skemmtilegasta sem er hægt að gera á Tenerife er að skella sér í siglingu. Það eru alls konar ferðir í boði. Til dæmis snorklferðir þar sem er hægt að synda með skjaldbökum og höfrungum. Svo eru hvalaskoðunarferðir og kajakferðir, og stundum allt í einni ferð. Hópar geta síðan leigt sér snekkju og farið í einkasiglingu.

Hér eru nokkrar hugmyndir að ferðum fyrir fjölskylduna eða vinahópinn.

Snekkjusigling með búbblum og bjór

  • 3 tímar
  • 4,5 ⭐
  • Fer frá Puerto Colón (Adeje)
  • Snekkjan rúmar 12 manns
  • Höfrunga- og hvalaskoðun
  • Snorkl (grunnköfun) fyrir þau sem vilja
  • Úrval af drykkjum (m.a. léttvín og bjór)
  • Létt snarl (hægt að óska eftir grænmetisfæði)
  • Ókeypis afpöntun (minnst 24 klst fyrir brottför)
  • Hægt að panta núna og borga seinna

Einkasigling á snekkju

Pör og litlir hópar leigja sér oft snekkju saman. Hér eru nokkur dæmi um hvernig snekkjur og siglingar eru í boði.

Snekkjusigling á Tenerife
Snekkjusiglingar af ýmsum gerðum eru í boði

Höfrunga- og hvalaskoðun

Kajak og snorkl-ferðir