Loro Parque

Hvernig er best að komast í Loro Parque?
Loro Parque dýragarðurinn er staðsettur norðanmegin á Tenerife, í bænum Puerto de la Cruz. Það eru rútuferðir frá ferðamannasvæðinu í sér strætó fyrir garðinn. Það er hægt að kaupa miða með ferð frá suðurhlutanum (sjá neðar). Ef þið verðið með bílaleigubíl tekur sirka klukkustund að aka á milli.
Miðar og opnunartími
Garðurinn er opinn frá 9.30 – 17.30 alla daga, líka um helgar.
Það er hægt að kaupa miða áður en lagt er af stað í Loro Parque en það er líka miðasala við innganginn. Þar er hægt að borga með pening og kortum, og það eru hraðbankar á staðnum.
Siam Park og Loro Parque eru tvíburagarðar. Það þýðir að það er sami eigandi. Ef þið ætlið í báða garðana þá er í boði að kaupa „tvíburamiða“ (twin ticket), með afslætti.
TVÍBURAMIÐAR í Loro + Siam
Hvað kostar í Loro Parque?
*Miðaverð eru fyrir fullorðna (13-99 ára) og börn (3-11 ára). Það er frítt fyrir börn sem eru ekki orðin 3 ára. Það eru nokkrar gerðir af miðum í boði og best að velja hér að ofan. (Íbúar Kanaríeyja (resident) fá 50% afslátt.) *Þessi verð eru birt með fyrirvara um breytingar. Gildandi verð eru á heimasíðu garðsins.
Hvernig dýr eru í Loro Parque?
Til að ná að skoða sem mest, er betra að mæta snemma í garðinn. Í Loro Parque eru meðal annars górilla, krókódíll, fiskar og páfagaukar. Mörg önnur framandi dýr búa í dýragarðinum, og líka alls konar fuglar og fiðrildi.
Hver sýning tekur yfirleitt um 20 mínútur. Við innganginn er hægt að fá kort yfir garðinn og sýningartíma.
Í dýragarðinum eru alls konar svæði sem er spennandi að skoða. Eitt allra nýjasta er kóralsvæði. Á heimasíðu Loro Parque er hægt að sjá yfirlit yfir ljónagarðinn, Zen garðinn, Kinderlandia, Pueblo Thai, Planet Penguin, Naturavisión og margt fleira.
Um garðinn
Loro Parque er rúmlega 50 ára. Garðurinn hefur nokkrum sinnum verið valinn besti dýragarður í heimi. Loro Parque er vottaður af samtökum sem fylgjast með að meðferð dýranna sé mannúðleg. Athugið samt að Loro Parque hefur verið gagnrýndur fyrir slæman aðbúnað háhyrninga.
Þegar þið komið í Loro Parque fáið þið kort af garðinum við innganginn. Þá er hægt að velja hvaða sýningum eða svæðum þið viljið byrja á. Nokkrar sýningar eru í gangi í einu og það er tímatafla við hvert svæði. Það borgar sig að mæta snemma á sýningarnar til að fá góð sæti. Ef það eru margir gestir að koma á sama tíma, er líka hægt að fara öfugan hring um garðinn.
Það er mjög gott aðgengi fyrir kerrur og hjólastóla í garðinum. Og það eru mörg svæði þar sem er hægt að setjast niður og hvílast eða nærast milli skoðunarferða.

Munið eftir sólarvörn og hatti ef það er sól, annars er auðvelt að brenna. Hér og þar í garðinum er skjól fyrir sólinni og sum sýningarsvæðin eru inni í kaldara lofti. Það eru veitingastaðir í nokkrum verðflokkum víða um svæðið og auðvelt að finna stað til að kaupa vatn eða fara á klósettið.
Það er hægt að fá lánaðar barnakerrur, hjólastóla og rafdrifna hjólastóla. En það þarf að panta með 72 klst fyrirvara. Það er frítt wi-fi í garðinum. Reykingasvæði eru á sérstökum stöðum.
Afmælisveislur í Loro Parque
Til að halda afmælisveislu í garðinum, er best að hafa samband við garðinn með góðum fyrirvara.