Puerto de la Cruz
Yfir 500 ára gamall hafnarbær á norðurhluta Tenerife, í um 30 km fjarlægð frá höfuðborginni.
Puerto de la Cruz er andstæðan við þurra loftslagið á ferðamannasvæðinu.
Fyrstu ferðamennirnir sem komu hingað á 19. öld komu af heilsufarsástæðum, enda eru náttúran og umhverfið falleg og fjölbreytt. Í fjallshlíðinni fyrir ofan Puerto de la Cruz er gamli bærinn La Orotava.
Það er góð tilbreyting frá strandlífinu að dvelja á norðurhluta Tenerife enda er stutt á milli allra eyjarhluta og margt að skoða á hverjum stað.
Hér er hægt að lesa meira um Puerto de la Cruz.