Flug til Tenerife
Fjölmargir hafa verið að velta fyrir sér hvaða flugfélög komi til með að fljúga á milli Íslands og Tenerife eftir allar breytingarnar sem hafa orðið á ferðaiðnaðinum. Hér eru þeir rekstraraðilar sem Íslendingar geta ferðast með til Tenerife þegar þetta er skrifað.
Pakkaferðir
Ferðaskrifstofurnar Heimsferðir, Plúsferðir, VITA, og Úrval Útsýn bjóða allar upp á pakkaferðir til Tenerife. Verðin eru fjölbreytt og fara almennt eftir verðflokki þess hótels sem valið er. Flestar ferðaskrifstofurnar bjóða einnig stök flugsæti, fyrir þau sem vilja ferðast til Tenerife á eigin vegum.
Beint flug til Tenerife
Frá 2021 hefur Icelandair flogið beint til Tenerife. Áður hafði félagið tekið þátt í leiguflugi fyrir aðra. Fyrsta áætlunarflug Icelandair til Tenerife fór í loftið þann 1. maí 2021.
Flugfélagið Play hóf einnig beint flug til Tenerife 2021. Play flýgur til Tenerife tvisvar í viku eða oftar.
Hjá ferðaskrifstofunum er yfirleitt líka í boði að kaupa stök flugsæti. Þá er flogið með Neos.
Flugtími og verð á flugi
Það tekur rúma 5 tíma að fljúga á milli Íslands og Tenerife.
Verð á flugi getur farið eftir árstíðum. En verðið hefur hækkað undanfarin ár, af ýmsum ástæðum. Stundum er hægt að fá mjög góð tilboð á flugi og hótelgistingu, með því að vera á póstlistum hjá ferðaskrifstofunum. Þau tilboð eru stundum fyrir ferðir með stuttum fyrirvara en einnig með lengri fyrirvara.
Ferðast á eigin vegum
Til að leita að öðrum flugfélögum og hótelum mælum við með að nota leitarvélina Booking, sem er á íslensku.
Booking.comHér er úrval af hótelum og íbúðum, hvort sem það er á Tenerife, Alicante eða víðar.
Hvar er best að leita að íbúð í langtímaleigu á Tenerife eða Kanaríeyjum?
Suður eða norður eða einhvers staðar þar á milli. Það getur verið erfitt að velja rétta staðinn.