Flug til Tenerife

Íslenskar ferðaskrifstofur eru með skipulagðar ferðir til Tenerife en það er yfirleitt líka hægt að kaupa staka flugmiða hjá þeim og fara á eigin vegum. Það eru Heimsferðir, Vita ferðir, Sumarferðir, Úrval Útsýn og Plúsferðir.

Norska flugfélagið Norwegian Air hóf beint flug til Tenerife frá Íslandi í lok október 2019. Dæmi um verð eru hér fyrir neðan en til að sjá raunverð fyrir ákveðin tímabil þarf að fara á heimasíðu Norwegian hér.

Til að leita að öðrum flugfélögum, hótelum, bílaleigubílum og fleiru er til dæmis hægt að nota íslensku leitarvélina Dohop.

Verðdæmin hér að neðan sýna verð fyrir 1 manneskju með handfarangur og ferðatösku, báðar leiðir. Verðin eru í evrum.

Efra dæmið sýnir flug 5.-21. nóvember 2019, verð ca. 30.000 íslenskar. Neðra dæmið sýnir ferð yfir áramótin, frá 28. desember – 11. janúar, verð ca. 50.000 íslenskar. Athugið að verðin gætu hafa breyst síðan dæmin voru tekin og ekki hægt að ábyrgjast að laust sé á þessum dögum.