Gæludýr

Gæludýravörur og þjónusta

Kanaríbúar eru miklir dýravinir. Það eru hundar eða kisur á flestum heimilum. Það eru nokkuð margar gæludýrabúðir á Tenerife. Þær helstu eru taldar upp hér:

Koala Mascotas, í Adeje, Los Cristianos, Santa Cruz, Puerto de la Cruz, og fleiri stöðum. Koala Mascotas eru með verslanir á flestum af Kanaríeyjum, þar á meðal Gran Canaria. Þau eru með verslunina Koala Pets í Las Chafiras (rétt hjá El Médano).

Kiwoko er ein stærsta gæludýrabúðin á Tenerife, en hún er í La Laguna.

Decor Acuarium (Santa Cruz), eru með vörur fyrir hunda, ketti, fiska, nagdýr og skriðdýr.

Dýralæknar

Það er best að nota Google Maps til að finna dýralækni næst ykkur. Þar er líka hægt að sjá meðmæli, finna símanúmer, opnunartíma, og hvaða þjónustu er boðið upp á.

Í verslunum Koala Mascotas er dýralæknaþjónusta. Hjá Koala er líka í boði að ættleiða dýr. Nánari upplýsingar um það á heimasíðu þeirra eða í næstu verslun.

Hundasnyrting

Mjög margir aðilar bjóða upp á þjónustu við dýr, til dæmis þessi hér:

Pet’s Time Tenerife, verslun og hundasnyrting (Adeje).

Hundahótel og kattahótel á Tenerife

Það eru nokkrir aðilar sem reka hótel fyrir gæludýr á eyjunni. Mascot Resort er bæði hunda- og kattahótel. Það er í Las Zocas, San Miguel de Abona.

Marina dog er daggæsla fyrir hunda. Hundahótelið er í Tegueste, sem er fyrir ofan flugvöllinn á Norður-Tenerife.

Canino hotel El Ancon er ofan við Arona svæðið.

Pets in Black er verslun og skutlþjónusta fyrir hunda, staðsett í Adeje. Þau taka að sér að fara með hunda til hundasnyrtis, dýralæknis eða á hundahótel á Tenerife.