Út í heim á eigin vegum
Þegar ferðast er um heiminn á eigin vegum, eru margfalt fleiri gistimöguleikar í boði. Hvort sem ykkur langar að gista á hóteli eða íbúðahóteli, ættu flestir að finna gististað sem uppfyllir þeirra væntingar.
Gott ráð!
Þegar planið er að skoða fleiri svæði en það sem er í göngufæri við hótelið, er hægt að skipta ferðinni upp og gista á tveim eða fleiri hótelum. Þannig er jafnvel hægt að fá betra verð en þegar öll ferðin er bókuð á einu hóteli. Auk þess er oftast auðveldara að finna gistingu fyrir fáa daga í einu, heldur en þegar verið er að leita að gistingu í 1-2 vikur á sama stað.
Minna stress
Með því að gista á fleiri en einum stað, er hægt að minnka tímann sem færi annars í akstur til og frá hóteli. Það hljómar líka mikið betur að geta notið þess að skoða sig um, setjast inn á kaffihús eða slappa af, í staðinn fyrir að hanga í bíl eða strætó. Sérstaklega á heitum degi.
Fjölda daga á hverjum gististað er hægt að áætla út frá því hvað ykkur langar að skoða margt á hverjum stað fyrir sig. Í 10 daga ferð væri til dæmis hægt að byrja á einum stað í 3 daga og vera síðan í viku á seinni staðnum til að ná að skoða meira þar.
Stækkaðu þægindahringinn
Með því að nota þessa aðferð, kynnist þið fleiri svæðum á staðnum sem þið heimsækið og fáið þannig meira út úr ferðinni. Í staðinn fyrir að eignast eitt „sitt“ svæði, kynnist þið fleiri stöðum en væri annars hægt með stuttu stoppi. Þið öðlist líka meira öryggi við að kynnast fleiri svæðum.
Þetta er góð leið til að gera ferðina eftirminnilegri.
Góða ferð!
Hér eru nokkur vel valin hótel á suðurhluta Tenerife
Þegar smellt er á myndirnar, opnast nýr gluggi með upplýsingum um hvert hótel á leitarsíðu Hotels.com.
*Myndirnar vísa á leitarvél Hotels.com sem Tenerife.is er í samstarfi við.







