Hótel
Hvar er best að vera?
Fjölmargir gististaðir standa fólki til boða og það getur verið erfitt að velja rétta staðinn. Til að einfalda ykkur leitina hefur Tenerife.is hafið samstarf við Booking. Leitarvélin þeirra gerir fólki kleift að þrengja leitina þannig að auðveldara sé að velja gististað, hvort sem fólk sækist eftir hóteli eða íbúð. (Leitarvélin er neðar á þessari síðu.)
Vinsælustu ferðamannastaðir Tenerife eru Ameríska ströndin, Torviscas og Fañabe (Costa Adeje), Los Cristianos (gamli bærinn), og El Duque-ströndin. Aðrir vinsælir staðir sem eru með aðeins færri túristum eru til dæmis El Médano (aðeins lengra en gamli bærinn), og Puerto de Santiago (á vesturhluta Tenerife).
Vinsælustu borgirnar á norðurhluta Tenerife eru Santa Cruz (höfuðborgin), La Laguna, og Puerto de la Cruz. Það eru fjölmargir fallegir bæir um alla eyjuna sem eru ekki taldir upp hér, og við hvetjum ykkur til að skoða eyjuna og finna ykkar uppáhaldsstaði.
Bestu hótelin á Costa Adeje
- Bahia del Duque
- Jardines de Nivaria – Adrian Hoteles
- Gran Tacande (Heilsa & slökun)
- Baobab Suites
- Iberostar Bouganville Playa
- Iberostar Las Dalias
- Iberostar Grand El Mirador (aðeins fullorðnir)
- Flamingo Beach Made (íbúðahótel)
Bestu hótelin á Playa de las Américas
- Bitácora (frábært fjölskylduhótel)
- GF Victoria
- Gran Oasis Resort
- Tigotan (aðeins fullorðnir, 18 ára og eldri)
- H10 Conquistador
- HD Parque Cristobal
- Alexandre Hotel La Siesta
- Alexandre Hotel Gala
- Compostela Beach – Family Garden (íbúðahótel)
Hér geturðu bókað hótel eða íbúð
Í leitarvélinni er til dæmis hægt að leita eftir staðsetningu, verðflokki, stjörnugjöf gesta, hvort hótelið sé með barnasvæði eða jafnvel eingöngu fyrir fullorðna, hvort nettenging sé í boði, líkamsrækt og margt fleira. Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim hótelum sem flestir ferðalangar hafa mælt með.
Hjá Booking er hægt að bóka gistingu og borga seinna. Það er líka stór plús að leitarvélin er á íslensku.
Booking.comNálægð við verslanir og Siam Park
Frá Amerísku ströndinni og Adeje er aðeins um 5-10 mínútna akstur að Siam Park vatnsrennibrautagarðinum og verslanamiðstöðinni Siam Mall. Matvöruverslanir eru yfirleitt ekki langt undan, oftast tekur ekki meira en 5 mínútur að skutlast í næstu búð. Ef þið verðið ekki með bílaleigubíl eða í göngufæri við matvörubúð þá er samt auðvelt að versla í matinn vegna þess hvað það er ódýrt að taka leigubíla á Tenerife.
Það er líka algjörlega þess virði að fara í bíltúr um eyjuna og skoða sig betur um. Leigja jafnvel hótelherbergi yfir eina nótt á öðrum stað. Verð á bílaleigubílum á Tenerife er mjög hagstætt. Hér er hægt að skoða verð á bílaleigubílum.
Beint flug frá Íslandi
Það eru nokkur flugfélög að fljúga beint á milli Íslands og Tenerife. Flestar ferðaskrifstofurnar bjóða bæði upp á pakkaferðir og stök flugsæti. Hér er hægt að lesa meira um það.
Helsti munurinn á Adeje og Amerísku ströndinni.
Hvar er best að leita að íbúð í langtímaleigu á Tenerife?