Klettaklifur

Klettaklifur

Það er hægt að stunda klettaklifur allt árið á Tenerife. Það er enginn skortur á hamraveggjum, giljum, eða hellum til að klifra upp eða niður. Þessir aðilar hafa fengið mjög góð meðmæli fyrir klifurferðir. Smellið á hvern aðila til að fá upplýsingar um verð, tíma eða til að sjá fleiri myndir. Myndin er frá Adrenaline adventure Tenerife.

Adrenaline adventure Tenerife, Adeje

4 tíma ferð. Klifrað ofan í gil, hellar og hraunveggir. Hist hjá Siam Mall.

La Orotava, Norður-Tenerife

Barranco de Los Carrizales

Adrenalínferð fyrir klifrara í góðu formi. Barranco de Los Carrizales á Teno-skaganum, sem er vestasti hluti Tenerife.

Tenerife Climbing House

Eitt fyrirtæki sem sérhæfir sig í klettaklifri er Tenerife Climbing House. Þau bjóða upp á kennslu og ódýra gistingu. Eftir klifur í klettunum er svo hægt að slaka á og njóta einstaks útsýnis á meðan sólin sest. Þetta fyrirtæki er staðsett í Villa de Arico, litlu fallegu þorpi. Það er hér um bil 20 mínútna akstur frá flugvellinum (TFS). Myndin er frá Tenerife Climbing House.

Maður að klifra í klettum