Barnvæn hótel

Barnvæn hótel

Á hvaða hóteli er best að vera með börn?

Þessi hótel eru með leikvöll og krakkaklúbb, og fá háa einkunn hjá þeim sem hafa verið þar með börn. Það eina sem þarf að gera til að sjá verð fyrir gistingu er að velja dagsetningu, fjölda gesta og aldur barna. Á myndinni sést barnaleiksvæðið á Tagoro-hótelinu í Adeje.

Sundlaugagarður með rennibraut
Barnaleiksvæðið á Tagoro-hótelinu í Adeje

Margar íslenskar fjölskyldur hafa mælt með þessum hótelum fyrir börn; HD Parque Cristobal og Parque Santiago III (á myndinni fyrir neðan). Þau eru bæði á Amerísku ströndinni. Parque Santiago hótelin eru við „Laugaveginn“ og þaðan er örstutt labb að Vistas-ströndinni (þessari stóru, sem liggur að gamla bænum Los Cristianos).

Leiksvæði barna í sundlaugagarði
Leiksvæðið á Parque Santiago III hótelinu á „Laugaveginum“

Annað vinsælt hótel er GF Victoria á Amerísku ströndinni. Myndin hér fyrir neðan er tekin í sundlaugagarðinum þar.

Leiksvæðið á GF Victoria hótelinu

Anthelia hótelið á Adeje er mjög vinsælt meðal barna og fullorðinna. Það er líka alveg við ströndina, eins og sést á myndinni hér fyrir neðan. Barnasvæðið í sundlauginni er meðal annars með sjóræningjaskipi og rennibrautum.

Iberostar Anthelia er á Adeje-svæðinu

Leitarvél á íslensku

Við höfum sett saman leit til að einfalda fólki að finna bestu hótelin á Tenerife fyrir fjölskyldur með börn. Hótelin eru á Amerísku ströndinni og Adeje-svæðinu. Leitarvélin er á Booking og er á íslensku: Listi yfir bestu hótelin.

Nálægð við verslanir og Siam Park

Frá Amerísku ströndinni og Adeje er aðeins um 5-10 mínútna akstur að Siam Park vatnsrennibrautagarðinum og verslanamiðstöðinni Siam Mall. Matvöruverslanir eru yfirleitt ekki langt undan, oftast tekur ekki meira en 5 mínútur að skutlast í næstu búð. Ef þið verðið ekki með bílaleigubíl eða í göngufæri við matvörubúð þá er samt auðvelt að versla í matinn vegna þess hvað það er ódýrt að taka leigubíla á Tenerife.

Leitarvél á íslensku, fyrir hótel og íbúðir

Tenerife.is er í samstarfi við Booking, eina bestu hótel-leitarvél í heimi. Á Booking er meðal annars hægt að stilla leit eftir því hvort þið eruð að leita að svæði, verði, umsögnum frá gestum, eða hvort hótelið er með sér leiksvæði fyrir börn. Booking býður líka upp á að bóka gistingu og borga seinna. Leitarvélin er á íslensku og fleiri tungumálum.

Booking.com