Ferja milli Kanaríeyja
Ferjan sem siglir á milli Tenerife og annarra Kanaríeyja, siglir frá höfninni í Los Cristianos. Miðaverð er í kringum 5.000 krónur fyrir fullorðna. Á heimasíðu félagsins, Fred. Olsen, er hægt að skoða siglingaáætlun, viðkomustaði og gjaldskrá.
Við mælum með að fara í skoðunarferðir til hinnar eyjanna ef fólk hefur tíma og getu. Til dæmis til La Gomera, en það er eyjan sem sést frá Playa de las Américas ströndinni og Adeje. Aðeins lengra í norður er eyjan La Palma. Hinum megin við Tenerife, þeim megin sem El Médano og Santa Cruz eru, er svo Gran Canaria, eða Kanarí.
Það er hægt að skreppa í dagsferðir til þessara eyja eða panta gistingu og stoppa lengur. Munið bara að það þarf að hafa vegabréfið með þegar farið er á milli eyjanna.