Staðan á Tenerife núna

Það er búið að fella niður allar takmarkanir. Þar á meðal skráningu inn í landið, grímuskyldu og samkomutakmarkanir.
Þó er enn farið fram á að nota grímu þegar komið er í heilbrigðisstofnanir og apótek. Grímuskylda í strætó og öðrum almenningssamgöngum var felld niður 8. febrúar 2023.
Hér eru upplýsingar um allt sem viðkemur heilsu á Tenerife. Þar á meðal eru upplýsingar um hvar enskumælandi læknar og tannlæknastofur eru. Og hvar er hægt að fara í Covid-test ef þið eruð með einkenni. Þar er líka ýmislegt annað sem er gott að vita ef neyðartilvik koma upp á.
Fyrir fólk búsett utan EU og Schengen
(Ef fólk er að koma til Kanaríeyja og Spánar frá löndum utan EU og Schengen, þarf að skoða skráningarskyldu hér, leiðbeiningar fyrir fólk utan EU og Schengen.)

Þetta gildir um Tenerife, Gran Canaria, og aðra hluta Spánar.
Grímuskylda var felld niður 20. apríl 2022. Það sama gildir um allar Kanaríeyjarnar og Spán.