Karnivalið á Tenerife 2020

Karnivalið á Tenerife 2020

Carnaval de Santa Cruz er annað stærsta karnival í heimi á eftir Rio de Janeiro. 2019 var metþátttaka þegar 400.000 gestir skemmtu sér í miðbæ Santa Cruz. Næsta karnival verður haldið 19. febrúar til 1. mars 2020.

Þema hátíðarinnar 2020 í Santa Cruz verður sjötti áratugurinn (1950-1959). (Grease-þema, halló!)

Dagsetningar helstu viðburða í höfuðborginni Santa Cruz eru komnar inn á síðuna. Dagsetningar annarra viðburða fyrir utan höfuðborgina verða settar inn þegar þær berast, þar á meðal fyrir Los Cristianos og Puerto de la Cruz. Nánari upplýsingar hér.

Karnivalsafnið

Nú er hægt að fræðast betur um sögu karnivalsins á Tenerife, skoða búninga og sjá hvernig þeir hafa tekið breytingum í gegnum tíðina. Búningur karnivaldrottningarinnar er líka til sýnis. Nánari upplýsingar um karnivalsafnið eru hér.