Jólasól á Tenerife

Jólasól á Tenerife

Eins og hefur komið fram í fréttum hafa aðstæður breyst hratt á Tenerife undanfarna daga, rétt eins og í flestum löndum. Tenerife er núna á viðbúnaðarstigi 3, og gildir það til 6. janúar 2022.

Engar ferðatakmarkanir eru til og frá eyjunni. Nær öll þjónusta er skert, að því leyti að gestafjöldi er takmarkaður við 25-75% af venjulegum fjölda. Verslanir mega taka á móti 25% af leyfðum fjölda, og strendur 50%. Staðir sem fara fram á að fólk sýni neikvætt Covid-próf mega taka á móti sama gestafjölda og áður.

Ef þið eruð stödd á Tenerife eða Kanaríeyjum og lendið í vandræðum sem tengjast Covid eða ferðalögum, þá er best að nota spjallið á covid.is eða hringja í borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins (aðstoð við Íslendinga erlendis) sem er með símavakt allan sólarhringinn, í síma +354 – 545-0-112.

Það er búið að uppfæra síðuna um jól á Tenerife. Þar ættu flest að finna upplýsingar um það sem verið er að spá í í sambandi við jólahald á uppáhaldseyjunni okkar flestra. Þarna eru helstu atriðin um jólamatinn, jólaveðrið og áramótin.

Gleðilegt nýtt ár!